21.08.2010 17:29

Gamlir íslenskir

Hér eru 3 skip sem einusinni flögguðu íslenskum fána
Fyrst er það Crystal Wave, Skipið byggt hjá Frederikshavn Værft , Frederikshavn Danmörk fyrir Mercandia (Per Hendriksen)skipafélagið í Danmörk 1974 Sem Mercandian Exporter. Það mældist  1599.0 ts 2999.0 dwt. Loa: 78.50 m. brd: 13.10 m. Skipadeild SÍS kaupir skipið 1979 og skírir Arnarfell. Þeir selja svo skipið 1988 og er það skírt Vestvik. 1990 fær það nafnið Alcoy 1992 Apache 2001 Captain Yousef og 2007 Crystal Wave nafn sem það ber í dag undir fána N-Kóreu



@Ilhan Kermen




@Ilhan Kermen


Svo skip sem var hér á síðunni un daginn Emelie Sem hét Háifoss hér

@Ilhan Kermen



@Ilhan Kermen


@Ilhan Kermen


Svo er það skip sem var byggt sem Asian Eagle hjá Sietas SY Neuenfelde í Þýskalandi fyrir þýska aðila 1982. Það mældist: 3902.0 ts. 7400.0 dwt . Loa: 106.50 m brd: 19.0 m. Það gengur svo undir mörgum nöfnum næstu ár sennilega vegna tímaleigu, M.a: 1982 Helios, 1982 Katherine Borchard 1985 Helios 1986 Cape Henry 1987 Helios. Eimskipafélag Ísl. kaupir skipið 1988 og skírir Bakkafoss. Skipið er selt úr landi 2003 og fær nafnið MSC Baleares 2003 Pelamber 2005 Tyrrhenian Star 2006 Africa B nafn sem það ber í dag undir fána Panama


@Tryggvi Sig


@Ilhan Kermen



@Ilhan Kermen



@Ilhan Kermen

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10
clockhere