03.09.2010 19:00

Gardsky,Gardsun,Gardway

Minn gamli skólabróðir Jón Snæbjörns kveikti í mér hvað varðar 3 systur skip sem öll fengu íslenskan íslenskan fána. Fyrst skal telja skip sem byggt var hjá Schulte & Bruns í Emden Þýskalandi sem Dollart fyrir þarlenda aðila. Skipið mældist 2868.0 ts 4420.0 dwt. Loa: 91.10 m Brd: 14.60 m  Nesskip kaupa skipið 1987 og skíra Ísnes Þeir selja skipið 1994 og fær það nafnið Gardsky. 2003 Cheltic Spirit  og 2010 Joy Express nafn sem það ber í dag og er undir fána Sierra Leone

                                       @Rick Cox



                                      @Jan Melchers


                              @Arne Jürgens


Næsta skip var smíðað ein og fyrr sagði hjá Schulte & Bruns í Emden Þýskalandi sem Osterems fyrir þarlenda aðila. Það mældist 2870.0 ts 4369.0 dwt. Loa:  91.0 m brd 14.60 m. Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1987 og skírir Selfoss. Þeir selja skipið 1993 og fær það nafnið Gardsun. 2003 fær skipið nafnið Gloria  nafn sem það ber í dag undir rússneskum fána

  @Ric Cox                 


           @Jan Melchers




                  @Ric Cox

Næsta skip var byggt á sama stað og hin 2 Schulte & Bruns í Emden Þýskalandi sem Luhe fyrir þarlenda aðila Það mældist 2869.0 ts  4350.0 dwt. Loa: 91.10.m . Skipadeild SÍS kaupir skipið 1988 og skírir Hvassafell.  Þeir selja skipið1988  til sama norska ? aðilans og keypti hin skipin 2. Skipið fær nafnið Gardway 203 fær skipið nafnið Ezzat Allah Nafn sem það ber í dag undir fána Georgiu,

@Jan Melchers



@Ric Cox




@Ric Cox

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5867
Gestir í dag: 252
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 195960
Samtals gestir: 8396
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:12:18
clockhere