07.10.2010 20:47
Haukur IV
Einn velunnari síðunnar minn gamli góði skólabróðir og vinur Jón Snæbjörnsson sendi mér þessa mynd af því skipi sem í dag ber nafnið Haukur,Og þakka ég Jóni kærlega fyrir sendinguna Jón lýsir skipinu svo: "MV Haukur, Þetta er kröftugt skip í þessari stærð. Sterkt byggður (í Serbíu) Vel málaðir botntankar strax i byggingu, engin stálviðgerð núna þrátt fyrir 20 ára klassa. Lestin er eitt boxað rými með finum glussa lúgum. Sem tekur bara örfáar mínútur að loka og opna. Ágætt vélarrúm miðaða við litið skip. Skipið er mjög lipurt, sterka vél, bógskrúfu og flapsa stýri. Það er handhægt fyrir áhöfnina. DWAT 3000 mton. Systurskipin eru 5 eða jafnvel 6, byggð 1990 - 1992." Við lýsingu Jóns má bæta þessu við Loa: 74.70.m brd: 12.70.m. Byggingarstaður var Macvanska Mitrovica í Serbíu eins og Jón skýrði frá og verftið heitir Sava. Skipið hét áður Sava River Jón tók myndina í ágúst í slippnum í Reykjavík Eftir því sem ég kemst næst er þetta fjórða flutningaskipið sem ber þetta nafn
@ Jón Snæbjörnsson
Hér sem Sava River
@Jan Melchers