07.10.2010 21:30

Reykjanes

Mér finnst þetta skip nokkuð merkilegt fyrir íslenska kaupskipasögu. Skipið var um tíma í eigu eins af þess tíma "útrásarvíkingi" Hann var sennilega of heiðarlegur til að kallast því nafni eða vera tengdur því á einhvern hátt. Maðurinn hét Jón Oddson sem var ættaður var úr Dýrafirði en sigldi ungur á vit ævintýra í Englandi. Varð þar togaraskipstjóri og seinna stórútgerðarmaður. En sem að margra sögn var rakkaður niður af kollegum sínum og settur í fangelsi ranglega sakaður um um að vera hliðhollur Nasistum. En sú saga verður ekki rakin hér. En flutningaskipið hans Reykjanes sem hann keypti 1947 var í flutningum til og frá Íslandi til um nokkra hríð. Ég man vel eftir þessu skipi í Borgarnesi að losa kol þegar ég var strákur.Skipið var smíðað hjá Stulcken Sohn í Steinwerder Þýskalandi 1919 sem Malmo fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 705,0 ts  981.0 dwt  Loa: 66.20.m  brd:9.90 m. Jón Oddson keypti skipið eins og fyrr sagði 1947 og skírði Reykjanes. Skipið var rifið í Rosyth hinni frægu flotaskipasmíðastöðinni í Rosyth Five  Skotlandi.1953


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16
clockhere