08.10.2010 22:45

Árekstur

Enn og aftur eru skip að rekast saman á hafinu. Í gærmorgun (08-10)KL 0900 utc varð árekstur tveggja skipa 50 sml SV frá Ouessant..Það sem ég skil ekki alveg er að bæði voru á leið til hafna í Hollandi annar til Rotterdam en hinn Amsterdam. Og ég hélt (það getur nú verið misminni) að þarna séu þeir komnir í trafficserparatzoninn út af Ouessant.. Þegar ég var að þvælast þarna minnir mig að hann hafi náð 35 mílur út. Og um það leiti sem ég hætti voru þeir ábyggilega að víkka hann út. En hvað um það annað skipið sökk  YM Uranus Tankskip Smíðað hjá Marmara SY í Yarimca Tyrklandi 2008 Maltaflagg. Það mældist 4848.0 ts 6970.0 dwt. Loa: 119.60 m. brd: 16,90 m


@ Jose Miralles



@ French Navy



@ French Navy


@ French Navy,


@ French Navy

@ French Navy

Hitt skipið var Hanjin Rizhao Byggt hjá Hyundai Samho Heavy Industries  í  Incheon S- Kóreu 2010 Fyrir þarlenda aðila Það mældist 93152,0 ts 179420.0 dwt.. Loa: 292.0 m Brd: 45.0 m Skipið siglir undir Panama fána



Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere