12.10.2010 19:09
Enn og aftur
Enn og aftur eru skip að rekast saman nú voru það "federskipið" Jork Ranger Kýpurflagg og tankskipið Mindoro Grískur fáni. Og áreksturinn varð út af Scheveningen. Federskipið var á leið til Rotterdam en hinn til Scheveningen Anchorage. Tankskipið sem var hlaðið flugvélabensíni skemmdist á bb síðu fékk 6 m rifu niður undir sjólínu. Eitthvað af farminum lak úr skipinu en áhöfninni tókst að dæla milli tanka svo að lekinn stoppaði En bensínið gufar fljótt upp svo ekkert mengunarslys er í uppsiglingu. Engan mann sakaði við áreksturinn
.
Jork Ranger var smíðað hjá Damen Galati SY Galati Rúmeníu 2005 sem Smaland. Kýpurflagg. Það mældist: 7852.0 ts 9322.0 dwt. Loa: 140.60.m brd: 21.80, m. Það hefur gengið undir nokkrum nöfnum:
2007 Jork Ranger. 2008 Eucon Progress 2009 Jork Ranger nafn sem það ber í dag undir fána Kýpur
Hér sjást skemmdirnar á Jork Ranger
Hitt skipið,Mindoro var byggt hjá Shanghai Waigaoqiao SY í Shanghai Kína 2005,Fyrir gríska aðila. Það mældist 58418.0 ts 106850.0 dwt Loa: 243.80 m brd: 42.0 m
Hér sjást skemmdirnar á Mindor