21.10.2010 17:17
Borgarnesskip og -stjórar
Æskufélagi og vinur Sigvaldi Arason sendi mér þessar myndir sem sýna þann skipkost sem Borgnesingar áttu á sínum tíma. Sigvaldi hefur verið duglegur að koma þessum skipum ja hvað á ég að segja ,í tré. En fyrir tilstilli hans og fl góðra manna hefur líkanasmiðurinn og fv skipstjórinn Grímur Karlsson hefur smíðað líkan af skipunum. Ég setti nú inn blogg í fyrra um skip sem héldu uppi áætlunarferðum í Borgarnes á sínum tíma og litlu við það að bæta hvað þá varðar. En hér er slóðin á það blogg
http://fragtskip.123.is/blog/record/419733/
Hér eru fjórir skipstjórar en þrír af þeim eiga það sameiginlegt að vera Borgnesingar og hafa verið skipstjórar á kaupskipum. Frá vinstri Grímur Karlsson skipstj. og líkanasmiður, Síðan Gunnar Ólafsson fv skipst. á Hvítá, Eldborg og Akraborg. Gunnar var ötull síldarmaður eins og faðir hans Ólafur sem ávallt var kenndur við skip sitt Eldborg. Síðan er það Jón Þór Karlsson fv skipstj hjá Eimskip m.a á Ljósafossi og Goðafossi. Síðan Jón Daníelsson fv skipstj hjá SÍS m.a á Jökulfelli, Arnarfelli og Hvassafelli. Nú er ég kannske af leti(nenni ekki að hringja til að kynna mér það) að bulla eitthvað en ég held að Jón sé sá eini af þessum mönnum sem var á Laxfossi

Þarna er Jón Þór Karlsson fv skipst. við Þór I en Jón var um tíma stm hjá Gæslunni, Ég var eitthvað að bulla um Suðurland en það var misminni hjá mér.

Svo Laxfoss Frá v Grímur; Jón Dan Gunnar og Jón þór

Grímur og Laxfoss

Næst er það Eldborg Gunnar og Grímur við líkanið

Gunnar virðist ánægður með gamla skipið sitt

Bassaskýlið með öllum græjum

En svo voru tvö skip sem Borgnesingar létu smíða fyrir sig, Fyrst var það m/b Hafborg MB 76 smíðuð á Akureyri 1944. Fyrsti skipstjóri á henni var Kristján Pétursson. Skipið var selt úr Borgarnesi 1952. Það endaði ævi sína í Keflavíkurhöfn ??? 1973. Hér eru þeir Grímur Karls tv og Gunnar Ólafsson fv skipstjóri við líkanið af Hafborg

Gunnar "hugsi" yfir Hafborginni
Svo var það Hvítá MB 8 byggð í Svíþjóð 1946. Fyrsti skipstjóri á Hvítá Var fyrrnefndur Gunnar Ólafsson. Og aftur nú er ég kannske að bulla en ég held að Gunnar á Hvítá hafi verið fyrstur til að prófa að veiða síld í troll. Mig mimnnir að sú tilraun hafi verið gerð í Hvalfirði á sínum tíma. Hvítá var seld 1955 og varð svo tekin af skrá 1970
Hvítá MB 8


Að lokum er hér mynd af Jóni Þór við líkan af v/s Guðrúnu Gísladóttir sem var smíðuðuð í Kína og kom til heimahafnar í Keflavík í september 2001 eftir 37 sólarhringa siglingu frá Kína Um níu mánuðum eftir að það kom nýtt til landsins, steytti það á skeri í Noregi og sökk. En Jón Þór sigldi skipinu heim frá Kína. Líkanið mun vera kínverskt en vera til sýnis í Duushúsi

http://fragtskip.123.is/blog/record/419733/
Hér eru fjórir skipstjórar en þrír af þeim eiga það sameiginlegt að vera Borgnesingar og hafa verið skipstjórar á kaupskipum. Frá vinstri Grímur Karlsson skipstj. og líkanasmiður, Síðan Gunnar Ólafsson fv skipst. á Hvítá, Eldborg og Akraborg. Gunnar var ötull síldarmaður eins og faðir hans Ólafur sem ávallt var kenndur við skip sitt Eldborg. Síðan er það Jón Þór Karlsson fv skipstj hjá Eimskip m.a á Ljósafossi og Goðafossi. Síðan Jón Daníelsson fv skipstj hjá SÍS m.a á Jökulfelli, Arnarfelli og Hvassafelli. Nú er ég kannske af leti(nenni ekki að hringja til að kynna mér það) að bulla eitthvað en ég held að Jón sé sá eini af þessum mönnum sem var á Laxfossi

Þarna er Jón Þór Karlsson fv skipst. við Þór I en Jón var um tíma stm hjá Gæslunni, Ég var eitthvað að bulla um Suðurland en það var misminni hjá mér.

Svo Laxfoss Frá v Grímur; Jón Dan Gunnar og Jón þór

Grímur og Laxfoss

Næst er það Eldborg Gunnar og Grímur við líkanið

Gunnar virðist ánægður með gamla skipið sitt

Bassaskýlið með öllum græjum

En svo voru tvö skip sem Borgnesingar létu smíða fyrir sig, Fyrst var það m/b Hafborg MB 76 smíðuð á Akureyri 1944. Fyrsti skipstjóri á henni var Kristján Pétursson. Skipið var selt úr Borgarnesi 1952. Það endaði ævi sína í Keflavíkurhöfn ??? 1973. Hér eru þeir Grímur Karls tv og Gunnar Ólafsson fv skipstjóri við líkanið af Hafborg

Gunnar "hugsi" yfir Hafborginni

Svo var það Hvítá MB 8 byggð í Svíþjóð 1946. Fyrsti skipstjóri á Hvítá Var fyrrnefndur Gunnar Ólafsson. Og aftur nú er ég kannske að bulla en ég held að Gunnar á Hvítá hafi verið fyrstur til að prófa að veiða síld í troll. Mig mimnnir að sú tilraun hafi verið gerð í Hvalfirði á sínum tíma. Hvítá var seld 1955 og varð svo tekin af skrá 1970
Hvítá MB 8


Að lokum er hér mynd af Jóni Þór við líkan af v/s Guðrúnu Gísladóttir sem var smíðuðuð í Kína og kom til heimahafnar í Keflavík í september 2001 eftir 37 sólarhringa siglingu frá Kína Um níu mánuðum eftir að það kom nýtt til landsins, steytti það á skeri í Noregi og sökk. En Jón Þór sigldi skipinu heim frá Kína. Líkanið mun vera kínverskt en vera til sýnis í Duushúsi

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51