10.11.2010 17:36
Bláfell
Þetta skip hét Bláfell og var á leigu hjá Skipadeild SÍS hér um miðja síðustu öld. Ég held að skipstjórar hafi verið erlendir: (er samt ekki alveg viss) En eitthvað af íslendingum hafi verið þar sem stýrimenn, Allavega þekkti ég einn. Guðjón Vigfússon. Skipið var smíðað hjá Kalmar Varv Kalmar Svíþjóð 1944 fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 395.0 ts 740.0 dwt. Loa:42.60 m brd: 9.0 m. Skipið hét nokkrum nöfnum eftir Bláfellsnafnið 1954 GLASSVIK - 1961 ANITA - 1968 VAPPU - 1970 MARIESTRAND - 1972 MARIA Skipið var rifið hjá Hummelklepp LH í Stockholm des..1974.

Skipið lenti í æfintýralegum hrakningum í janúar 1952 þegar það lenti í þremur fárviðrum á leiðinni frá Gautaborg til Norðfjarðar. Skipið hraktist eiginlega í 13 daga og svo fann togarinn Júni það fyrir tilviljun úti á Halamiðum. Það má jafnvel halda því fram að Júnimenn hafi bjargað líi þeirra Bláfellsmanna. Því þegar skipið fannst yst á Halanum stefndi það í NV. Mönnum fannst furðulegt eftir hvar skipið fannst að skipsmenn hefðu aldrei sé til lands á Íslandi
© söhistoriska museum
Skipið lenti í æfintýralegum hrakningum í janúar 1952 þegar það lenti í þremur fárviðrum á leiðinni frá Gautaborg til Norðfjarðar. Skipið hraktist eiginlega í 13 daga og svo fann togarinn Júni það fyrir tilviljun úti á Halamiðum. Það má jafnvel halda því fram að Júnimenn hafi bjargað líi þeirra Bláfellsmanna. Því þegar skipið fannst yst á Halanum stefndi það í NV. Mönnum fannst furðulegt eftir hvar skipið fannst að skipsmenn hefðu aldrei sé til lands á Íslandi
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52