19.11.2010 23:08

M.Davidsen

Mig langar að taka ykkur fyrst 119 ár aftur í tímann. En þá hljóp af stokkunum
hjá  Helsingørs Skibsværft í Elsinore (nú Helsingøre) nýtt 287.0 ts farþegaskip M. Davidsen fyrir Bornholmtraffiken.
 M. Davidsen

©Handels- og Søfartsmuseets



 M. Davidsen

©Handels- og Søfartsmuseets


 M. Davidsen í Kaupmannahöfn

©Handels- og Søfartsmuseets


ásamt stærri "kollegum"



Útgerð skipsins gekk vel þar til þ. 24/5 1901 að skipið sem hafði farið frá Nexö (Bornholm) kl 2140 strandaði við Hammer-Odde í svarta þoku . Farþegar og áhöfn var bjargað í land í björgunarbátum skipsins heilu og höldnu. Skipið náðist aftur á flot þ 2/6 sama ár það var dregið til Helsingør þar sem gert var við skemndir sem urðu miklar hjá Helsingørs Skibsværft


 Á strandstað

©Handels- og Søfartsmuseets



©Handels- og Søfartsmuseets




©Handels- og Søfartsmuseets



Eftir að gert hafði verið við skipið og því var hleypt af stokkunum aftur þ 6/7  vildi ekki betur til en svo að því hvoldi eftit sjósetninguna. Gleymst hafði að dæla nægri kjölfestu (ballast) í skipið og eftirfarandi var talið með:" dels at der paa Mellemdækket henlaa ret anselige Vægte af Maskindele m. m., som rousede i Borde, dels at der var 40 Mand mer end nødvendigt om Bord, og dels at flere Koøjne ikke vare lukkede"


 M.DAVIDSEN hálfsokkinn

©Handels- og Søfartsmuseets


  M.DAVIDSEN hálfsokkinn

©Handels- og Søfartsmuseets


Nú aftur var skipinun bjargað og gert við það og það sett á sína fyrri "rútu"


©Handels- og Søfartsmuseets


1919 er skipið svo selt Eimskipafélag Suðurlands í Reykjavík sem skírir það Suðurland. og er það notað í strandferðir S og A um land.Alla leið til Seyðisfjarðar.Og V um land til Ísafjarðar.Skallagrímur h/f í Borgarnesi keypti skipið 1932 og var það eftir það í Akranes og Borgarnesferðum 1935 kaupir Djúpuvík h/f í Reykjavík skipið .Siglir því upp í fjöru á Reykjarfirði á Ströndum og var það notað sem verbúð fyrir starfsfólk fyrirtækisins þar.Skipið grotnaði þar niðu og enn má sjá leifarnar af M.Danielsen hinum háaldraða


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 2623
Gestir í dag: 164
Flettingar í gær: 4912
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 255253
Samtals gestir: 10944
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 16:58:35
clockhere