13.12.2010 17:21

Gamla höfnin

Við Reykjavíkurhöfn var í gamla daga mannlíf sem var blandað ys og þys og skáld ortu ljóð til hennar og lífsins við hana.Eins og Tómas yrkir um hefur hugur margs ungs mannsins  ábyggilega leitað til fjarlægari landa við að ganga um hana. Ég man vel eftir hinu heillandi lífi við Reykjavíkurhöfn,Allt iðaði af lífi.



Svona orti Tómas um höfnina

Hér heilsast fánar framandi þjóða

Hér mæla skipin sér mót

sævarins fákar sem sæina klufu

og sigruðu úthafsins rót

Og höfnin tekur þeim opnum örmum

Og örugg vísar þeim leið

Því skip er gestur á hverri höfn

þess heimkynni djúpin breið

© Ástþór Óskarsson



Hér streymir örast í æðum þér blóðið,

ó, unga, rísandi borg!

Héðan flæðir sá fagnandi hraði,

sem fyllir þín stræti og torg.

Sjá skröltandi vagna og bíla, sem bruna,

og blásandi skipa mergð.

Tjöruangan, asfalt og sólskin

og  iðandi mannaferð


© Tóti í Berjanesi


--- Og skipin koma skipin blása

og skipin fara sinn veg

Dreymnum augum eftir þeim starir

æskan þegjandaleg

Í hugum fjarlægar hafnir syngja

Það hvíslar með lokkandi óm;

Rússland,Asía, England og Kína

Afríka, Spánn og Róm


© Tóti í Berjanesi



En hátt yfir umferð hafnar og bryggju   
og hátt yfir báta og skip,        
sfinxi líkur rís kolakraninn       
með kaldan musterissvip.      
Hann mokar kolum og mokar kolum     
frá morgni til sólarlags.          
Raust hans flytur um borg og bryggjur  
boðskap hins nýja dags"
 


© Tóti í Berjanesi


Hann læsist í gegnum umferðarysinn

Hann iðar í bílanna þrögn

Undrandi kolakarlarnir hlusta

á kranans máttuga söng

Eitthvað sem skeði,sló örstuttan glampa

á augun þreytt og köld

--- Þarna kom Súlan og beygði yfir bæinn

Botnía fer í kvöld





Og Karl Ísfeld orti
 

Katla er komin af hafi,

Kári selur í Húll,

Sæbjörg hjá Suðurnesjum,

Selfoss i Liverpool,

Sindri á Sigluflrði,

Súðin austan við land,

Lyra liggur í Bergen,

Laxfoss við Sprengisand



© Sturla Snorrason

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16
clockhere