02.01.2011 16:25

Alíslensk kaupskip

Getur það hreinlega verið að þessi skip séu þau nýjustu í  hinum alíslendska kaupskipa flota? Engin vafi að Sæfari tilheyrir honum


Birt með leifi Samskipa

Meiri vafi með þennan. En það var skift um skráningu á þessu skipi Valbergi. Það var tekið af fiskiskipaskrá og ég man ekki hvernig hann var skráður. Of snemmt að hringja í eigandann. Á þessu skipi endaði ég minn sjómannsferil sem stóð í 53 ár (1953-2006) Nú ef við erum grófir á  því og skiftum stærri íslenskum skipum í tvo flokka . © oliragg

Fiskiskip og kaupskip  Þá er þetta nýjasta skipið hvað skráningu varðar í síðar nefnda flokknum. Ég bið þess af alhug að ég hafi ekki rétt fyrir mér. Því  hvernig getur það verið að eyjland í N-Atlantshafi eigi ekki stærri og verklegri kaupskipaflota undir eigin flaggi. Ég var erlendis í 15 ár og fylgdist ekki það náið með þessum málum þann tíma. En nú langar mig að biðja menn um sannleikann í þessu máli. Hvernig getur  c.a 40.000 manna þjóð (Færeyingar)  átt stóran flota undir sínum þjóðfána. Þar á meðal skip í eigu íslendinga. Íslands eigð skip sem verða að nota íslenskan fána sem gestafána í íslenskum höfnum, Hverskonar andsk..... fásinna er þetta  Fyrir 96 árum sigldi fyrsta alíslenska kaupskipið í höfn. Þá áttum við ekki eigin þjóðfána, Og urðum að flagga dannebrog. þetta var á fyrri stríðsárunum. Og skip hlutlausra land þurftu að vera með þjóðernismerki máluð á síðunum. Þetta skip kom til Vestmannaeyja sem fyrstu íslenska höfn. Þar lét skipstjórinn mála yfir danska fánan á skipssíðunum. Þannig kom skipið til heimahafnar Reykjavík




Þ. 1sta des 1918 fengm við í fyrsta sinn hinn fallega íslenska fána sem  siglinarfána Fjórir skipstjórar á íslenskum skipum urðu þess heiðurs aðnjótandi að draga þenna fallega fána að hún á skipum sínum. Pétur Björnsson skipatjóri á E.S Borg varð fyrstur til að koma á skipi sínu í erlenda höfn ( Fleetwood ) með hann blaktandi við hún




Hinir skipstjórarnir voru Sigurður Pétursson E.S Gullfossi ? Júlíus Júliníusson á E.S Willemose 
 
og Ólafur Sgurðsson (sem var 1sti stm hjá Júlíusi á Goðafossi) á  seglskipinu Rimor. En Ólafur fórst á heimleið með skipi sínu frá Spáni nokkrum vikum seinna Ólafur dró íslenska fánan upp þ 1 des1918 ( ég er ekki viss um stað) En Rimor fór úr höfn á Spáni í desemberlok það sama ár og sást aldrei eftir það. Ef maður skoðar myndina sýnist mér það vera íslenski fánin sem er við hún þó skipið sé merkt með danska fánanum á síðunum. En er ekki myndin tekin á Norðfirði??

Þessi 4 skip eru brautryðendur hins alíslenskra kaupskipaflota Sem nú er búið að brjóta niður. Fjand... hirði þá menn sem því stjórnuðu.

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196478
Samtals gestir: 8430
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:39:32
clockhere