06.01.2011 23:56

4 risar

Þessar myndir eru teknar af rafpóst vini mínum í Rotterdam Þeir eru allir vel yfir 300 metra þ.e.a.s dallarnir Ég man þegar ég kom um borð í Nordtramp danskan olíudall sem var 229 m beint  af Hofsjökli  sem var hvað? 118 metrar ( minnir mig) Út í hvern andsk..... ertu nú búinn að koma þér hugsaði ég hálf hræddur við stjórntökin á svona stóru skípi. En þau eru auðskiljanlega dálítið öðruvísi. En þetta vandist. Nordtramp var byggður hjá B&W Skibsværft í Kaupmannahöfn Danmörk 1986 fyrir danska aðila ( Norden) Skipið mældist 43733.0 ts 83970.0 dwt Loa: 228.60 m   brd: 32.30 m. Norden selur skipið 1997 og fær það þá nafnið Loucas - 2000 Carlisle- 2004 Citius - 2006 Arius 2008 Baru nafn sem það ber og veifar fána Marshall Islands

Nordtramp 


Nú við skulum snúa okkur að risunum Sá elsti heitir CMA CGM La Traviata. Skipið byggt hjá Hyundai Samho SY Samho S-Kóreu  2006 fyrir franska aðila Það mældist 91410. ts 101779.0 Loa: 334.0 m. brd: 42.80 m Skipið er undir frönsku flaggi


©Hannes van Rijn




©Hannes van Rijn




Næst elstur nokkrum dögum yngri er skip að nafni XIN Los Angeles Byggt hjá Samsung SY í Koje S- Kóreu fyrir kínverska aðila 2006 Það mældist 108069.0 ts 111889.0 dwt Loa: 321.0 m brd 45.60 m
Fáni kínverskur


©Hannes van Rijn





©Hannes van Rijn




Næst er skip sem heitir Hyundai Brave Byggt hjá Hyundai SY Ulsan S- Kóreu fyrir þarlenda aðila. 2008 Það mældist 94511.0 ts  99123.0 dwt Loa: 339.60 m brd: 45.60 m Fáninn er Panama


©Hannes van Rijn





©Hannes van Rijn




Síðast í þessari risahrinu er skip sem heitir CMA CGM Cristophe Colomb Byggt hjá Daewoo SB & ME Co í Okpo S- Kóreu 2009 fyrir franska aðila. Það mældist 153022.0  ts  157092.0 dwt. Loa: 365.50 m brd: 52.20. m Fáninn er franskur


©Hannes van Rijn




©Hannes van Rijn



 

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16
clockhere