09.01.2011 14:55

Gamlirog nýir

Hérna er skip sem ég held að sé skráð kaupskip frá 2005 (benda á þetta svo að viss maður haldi kja... eða þannig ha ha ) Það heitir nú Yaiza Skipið byggt hjá Komuny Paryskiej SY í Gdynia Póllandi 1974 sem skuttogarinn Hrönn fyrir íslenska aðila.Það mældist  742.0 ts  548 dwt, Loa: 61.60. m brd: 11.40.m 1982 skipið lengt og mælist þá 874.0 ts 816.0 dwt. Loa: 70.0 m  2005 er skift um skráningu og er skipið mælt opp Mælist 1125 ts 816 dwt. 1979 fær skipið nafnið Viðey 1998 Sjóli 2007 Yaiza nafn sem það ber í dag undir fána Belize. En  Ship manager er:KATLA SEAFOOD CANARIAS Calle Otto Thoresen Fred Olsen Darsena Exterior, Las Palmas de Gran Canaria, Canary Islands. Registered owner FRAMINVEST SP/F FO650 Toftir, Faeroe Islands

Þessi nynd er tekin á höfninni í Valpariso Chile núna síðastliðinn desember


© Erik Gunnar Ekstrom


Erik Gunnar er rafpóstvinur, Svíi  sem býr í Chile og hér hefur hann náð í mynd af líkani af Árna Friðrikssyni

© Erik Gunnar Ekstrom



Hér er svo myndir af skipi sem mikið var hér við land undir nafninu Herborg Og saltkóngurinn í Færeyjum Hans Pauli? (hét hann það ekki ?) lét byggja 1982. Og ef ég er ekki að bulla þess meir held ég að íslenskur skipstjóri (Guðm Arason) hafi verið með skipið um tíma. er þó ekki viss En skipið hefur fengið sína sögu hér á siðunni Það heitir í dag Samson ( flottu íslensku nafni eða hitt þó heldur) og er undir fána Chile


© Erik Gunnar Ekstrom




© Erik Gunnar Ekstrom


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16
clockhere