16.01.2011 17:58

Puma

Af því að ég nefndi Puma í gær þá eru hér tvær myndir af skipinu teknar af rafpóstvini mínum Michael Kelly,Hvort "Hrollur ógurlegi" átti einhvern þátt í að skipið slapp frá sjóræningum 2009 veit ég ekki,Puma nafnið er búið að vera lengi tengt vopnaflutningum allavega meðan ég var úti. því einn af mínum bestu vinum úr röðum "Folmerskippera" var vinur þáverandi skipstjóra á Puma.Þeir töluðu oft saman á 3536 á stuttbylgunni þar sem danskir coasterar notuðu sem einskonar 2311 á fiskibátunum hér í den Sá var meðeigandi í skipinu sem  að vísu var ekki sama skip og Puma núdagsins er.


© Michael Kelly




© Michael Kelly


Gamlar Pumur

þessi var smíðuð hjá Söby M&S Söby sem Fareo Island 1986 fyrir danska aðila Skipið mældist 499.0 ts 1715.0 dwt,. Loa: 76.50. m  brd. 11.2o.m Skipið var selt innanlands  í Danmörk 1988 og fær nafnið Puma og aftur 1997 og fær þá nafnið Karin Cat. Skipið ferst í Miðjarðarhafinu á 35°.21´N og 019°.25´A 19- 02- 2003 með farm af vopnum



Næsta Puma,Skipið var byggt hjá Svendborg Skibsværft Svendborg Danmörk 1994 sem Thor Lisbeth Það mældist 1395.0 ts  2112.0 dwt. Loa:73.50.m brd: 11.40. m 1997 er skipið selt innanlands í danmörk og fær nafnið Puma nafn sem það ber í dag undir DIS flaggi

© Ron Halliday

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16
clockhere