16.01.2011 21:38

Thor Emilie

Út af svari mínu við innliti vinar míns Heiðars Kristinssonar hér neðar þá er kannske ekki úr vegi að rifja söguna upp en ég kynnti mér hana á sínum tíma: Þann 5 febr. 2000 kom danska flutningaskipið"Thor Emilie"til hafnar í Dunkerque í Frakklandi frá Ipswich í Englandi.Ákveðið hafði verið að skipið skildi lesta c,a,2000 ts farm af "Oxyd Zink Ore"í bulk.Þ.e.a.s.í lausu.
Skipið


Farmurinn hafði verið fluttur á prömmum innar úr Frakklandi,og var losaður beint af þeim og í lestar skipsins.Lestunin hófst kl 0800 þ.7/2 og var lokið um kl 1900 þ.8/2.Skipið sigldi þó ekki af stað fyrr en kl 1000 þ 9 og var ferðinni heitið til Porto Vesme á eyjunni Sardínu. Í fyrstu fékk skipið leiðindaveður sérstaklega í Biscayen en þar var vestan stormur með tilheyrandi sjó.Víð Cap S. Vincent fór veðrið að batna og þegar skipið var út af suðaustasta odda Spánar Cap de Gata tók það stefnu á Porto Vesme í ágætis veðri.
Skipstjórinn


Um borð í skipinu var 7 manna áhöfn.Skipstjóri var Torben Matz.Yfirvélstjórinn var ungur dani en aðrir í áhöfn voru frá Philipseyjum.Skipið var smíðað í JJ Sietas skipasmíðastöðinni í Hamborg.1975 Skipið hafði gengið undir nokkrum nöfnum m.a. "Löften"með heimahöfn St.Johns þegar T&C AS.í Svendborg keypti það 1997.Skipið hafði losað Monoammonium Phosphate í bulk í Ibswich Englandi.Í Ibswich hafði skipstjórinn móttekið skeyti frá útgerðinni um að hann ætti að lesta í Dunkerque "Oxyde Zink Ore"Skipstjórinn fletti upp í IMDG kódanum(handbækur um flutning á hættulegum efnum:ath.mín)og í "TomasStowage"(ensk handbók um lestun á hinum ýmsu vöruteg,ath.mín)en gat hvergi funndið neitt um þetta efni,
 
Hinn hættulegi farmur sem var um borð



Eftir losun í Ibswich voru lestarnar rækilega þrifnar og voru þurrar og góðkenndar til lestunnar þ 7 feb,kl 0600 í Dunkerque.Farmurinn var bókaður í gegn um meglara í Marseille í Frakklandi sem agent fyrir Gencore í Sviss.Farmurinn var færður að skipinu í prömmum og losaður úr honum með krana úr landi,Farmurinn sá út sem grá mold eða ryk með nokkuð stórum klumpum.Skipstlórinn hafði samband við útgerðina strax um morguninn þ 7 og sagðist ekki finna neinstaðar neitt um þennan farm "befragtari"(flutningastjóri)útgerðarinnar kvaðst ekkert heldur finna neitt í sínum bókum en það gæti vel verið að það myndi myndast eiturgas frá farminum  Skipstjórinn vakti athygli befraktarans á að sér þætti farmurinn vera"skítugur"og bað befraktarinn hann að gera grein fyrir því á"Bill of Lading"(BL) 

Þetta var sagt um borð að mestu hættulaust


Og sama dag skrifaði skipstjórinn"protestbréf"til agentsins um efnið.Um hádegi byrjaði að rigna skipaði þá skipstjóri að lestunum skyldi lokað.Hafnarverkstjórinn var ekki ánægður með það og vildi meina að hættulaust væri að lesta þennan farm í rigningu.Skipstjórinn bað agentinn um meiri upplýsingar um farmin og þ.á.m,um skriðvirknina("angle of repose)Um kl 1900 hafði stytt upp upp hélt þá lestunin áfram til kl 2200.Morgunin eftir hófst svo lestunun aftur og lauk henni kl 1900.Þann dag móttók svo skipstjórinn  skeyti frá efnaverksmiðjunni sem framleiddi farmin um að hættulaust væri að lesta efnið í rigningu og að efnið hefði legið úti í 3-4 mánuði og þessvegna:"is no risk of toxic vapours from the Zinc Skimming although they have been wet by rain"
 
Losun á "bulkfarmi"


Skipstjórinn áttaði sig ekki á að tegundar heitinu á farminum hafði verið breitt í Zinc Skimming,Eftir móttöku á þessu skeyti ákvað skipstjórinn að lestuninni skyldi framhaldið þó svo að smáskúrir væru allan daginn.Þegar skipið var fulllestað var veður orðið slæmt W-lægur vindur yfir 20.m/s svo skipstjóri ákvað að fresta brottför skipsins þar til daginn eftir.Út af því spurði agentinn hvort ekki væri í lagi að koma með skipspappírana morguninn eftir.Á þetta féllst svo skipstjórinn sem ákvað brottför kl 1000 daginn eftir,gengu veðurspár eftir enn þær spáðu lægandi um nóttina.Áður en skipið sigldi kom agentinn með skipspappírana um borð til undiritunar á BL stóð"clean on board"Þessu mótmælti skipstjórinn og skrifaði sínar athugasemdir á BL"cargo contaminated with pieces of plastic,paper,and wood"




 Losun á bulk-farmi

Skipstjórinn hafði ekki enn áttað sig á breitingunni á að farmurinn bar nú nafnið"Zinc Skimming in bulk"Var síðan lagt af stað kl 1000 og gekk ferðin sem framar greinir Hér læt ég staðar numið í dag

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196478
Samtals gestir: 8430
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:39:32
clockhere