16.01.2011 22:39

Thor Emilie 2

Þ 17 febr kl 0600 um morguninn tók skipstjórinn sína vakt í brúnni  Kvöldið áður höfðu stm,vélstj og hann ákveðið vinnu sem framkvæmd skyldi yfir daginn. Vélstjórinn og vélavörðurinn skildu skifta um fíltera og hreinsa aðra,  Auk venjulegrar vélavinnu.  Hásetarnir skyldu vinna frammi á bakka við viðhald.  Rústberja menja m.a.  Um 11 leitið skreppur skipstjóri niður í baðherbergi sitt. Meðan hann dvelur þar verður gífurleg sprenging.Hann slengist um koll.  Við það vankast hann eitthvað en missti  ekki meðvitund

Skipið þarna undir fyrra nafni
 

©Frits Olinga-Defzijl


Hann  er strax klár á að mikil sprenging hefur orðið í skipinu en hélt í fyrstu að hún hefði orðið í vélarrúmminu. Brunaboðar og viðvörunarbjöllur hljómuðu. Han hleypur nú í gegn um setustofuna þar sem allt var á tjá og tundri og út á bátadekkið til að hlaupa upp í brúnna utandyra. Er hann er að komast í stigann kemur kolgrænn sjórinn á móti honum. Þá verður honum ljóst að skipið er að sökkva.

Bulkfarmur Myndin hefur ekkert með greinina að gera


© Bill Andersen


"Thor Emilie"sökk svo  beint niður án nokkurrar slagsíðu með örlítin aftur stafnhalla. Skipstjórinn veit svo næst af sér á floti á sjónum með gúmmibátshylkið við hlið sér. Gúmmíbáturinn blés sig svo upp og gat hann klifrað um borð í hann. Hann gerði sé nú grein fyrir að hann hafði særst  á nokkrum stöðum sem blæddi úr en þó ekkert alvarlega. Hann sá hinn gúmmíbátinn uppblásin en mannlausan ca 50 metra frá honum. Hann gat róið að honum og batt hann við þann sem hann var í. Hann rak svo allan daginn og hélt "udkikk"eftir öðrum áhafnarmeðlimum og skipum .Það var svo kl 2040 að "Verdi"möltuflaggað skip? fann hann á stað:37°32´N og 002°27´A.

Bjargvætturinn ?? Er þó ekki viss því þetta skip hefur ekki flaggað Möltu fána en ég finn ekki annað skip með þessu nafni sem kemur til greina Að visu stóran tankara en hann var undir Panamaflaggi þegar þetta var


© Rick Vince  




Af skýrslum sést að kl 1121 UTC meðtekur RCC(Rescue Coordinnation Center)Karup signal frá satellit sem staðfestir að signalið sé frá EPIRB tæki sem tilheyrði Thor Emilie. Strax var reynt að ná sambandi við skipið en án árangurs. Síðan var sett í gang leit á þessu svæði sem endaði á fyrrgreindan hátt nema hvað að þyrlur munu hafa leitað um morguninn en án árangurs  Farmurinn sem T.E.flutti var Zink Skimming var seld frá verksmiðju sem heitir Metaleurope í eigu alþjóðahrings í Sviss sem heitir Glenore til annars fyrirtækis í þess eigu Noyelles Godaul.

 Námur Glenore í Perú

Nú eru liðin um 11 ár og engin hefur verið látinn svara til saka um af hverju Torben Matz skipstjóri var látinn sigla út úr höfninni í Dunkerque með tikkandi sprengu. Það virðist svo að mannslíf eru oft lítils virði í sambandi  við peninga .Múltímiljónaauðhringur eins og Glenor lætur sig hafa það að falsa pappíra til þess að borga ódýrari frakt. Mazt skipstjóri hafði margoft beðið agentinn um pappíra frá sendandanum yfir þennan farm sem hann er er skyldugur (sendandinn) til að láta skipstjóranum í té samkv Solas,Chapter VI Part A.Regulation 2.

 Námur Glenore í Columbíu


Hann hélt því einnig fram að hefði honum verið gerð grein fyrir breytingunni á heiti farmsins hefið hann í samvinnu við útgerðina viðhaft allt aðrar aðgerðir við lestunina og jafnvel afbeðið hana vegna lítillar loftræstingar. Allavega við haft strangari reglur varðandi opin eld og þvíumlíkt.

Laglegur "minibulkari" em ekkert er tengdur greininni


© Bill Andersen


Þetta segir í skýrslu "Opklaringsenhedens"(sennilega sambærilegt við Rannsóknarnefnd sjóslysa hér):""at det har været afgörende medvirkning til forliset at charteraftalen blev ingået på et forkert grundlag,idet afskiberen af lasten,firmaet Glenore i Svejs,som sagen foreligger opplyst for Opklaringsenheden opgav forkert betegnelse for lasten til mæglerfirmet Polyship i Marseille""  Ég á oft bágt með að skilja þegar verið er að tala um há laun stjórnenda banka og fjármálafyrirtækja þá er talað um að þessir menn beri svo mikla ábyrgð.

Eitthvað svona skeði



En þegar kemur að ábyrgð á mannslífum þá kveður við annan tón.Hvað er t.d með flugstjóra á stórri farþegaflugvél með kannske uppundir 300 mannslíf ekki held ég að þeir séu neitt of sælir af launum sínum allavega ekki ef höfð er í huga ábyrgð sem þeir bera.

En ekkert svona



Hvað með skipstjóra á stórum farþegaskipum með fleiri þúsund mannslíf.  Ábyrgðin virðist bara vera í sambandi við peninga. Kannske hefur hann fengið launa og stöðuhækkun sá sem falsaði farmsheitið í telexunum sem gengu á milli befraktarans hjá T&C (eigendur Thor Emilie) og skrifstofu Glenor sem sá um farminn sem settur var um borð í skipið á röngum forsemdum.

Skipstjórinn Torben Matz reyndi skipstjórn eftir slysið en hrökk upp við minnstu smelli og varð að hætta. Hann hefur ekki fundið frið í sálinni. Hann vill vera einn út af fyrir sig og rær einn á litlu horni með veiðistöngina Hann hefur að mér vitanlega ekki fengið hinar minnstu bætur

Sem kostuðu líf,eins dana og fimm Filipseyjinga: Máttur auðsins er mikill. Enda sagði skáldið góða frá Skáholti:  Stæli ég glóandi gulli/ úr greipum hvers einasta manns/ þá væri ég örn minnar ættar/ og orka míns föðurlands Þetta er óskiljanlegt dæmi um hvernig andsk.....  blóðsugur sleppa við refsingar þegar penngar ráða ferðinni.  Hugsið ykkur dóminn sem Matz hefði fengið ef það herði verið hægt að klína einhverju í sambandi við slysið á hann Hugsið ykkur um mismuninn á Jóni og Séra Jóni í þessu tilfelli.
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196478
Samtals gestir: 8430
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:39:32
clockhere