17.01.2011 12:55
Leopald enn og aftur
Það er nú komið í ljós eins og mig grunaði að farmur Leopard voru vopn og skotfæti. En af einhver styggð hefur komið að sjóræningunum því þeir hreifðu ekkert við honum. En ekkert hefur frétts af sjómönnunum. Það vekur ótta
© Shipcraft A/S
Tvennskonar ótta. Því að í heimi peninga eru mannslífin lítilsmetinn. Hætta er á ef skip og farmur sleppur en áhöfnin sé tekinn þá sé ekki eins mikill áhugi að greiða lausnargjald. Svo er annað. Ef ræningunm er verulega ógnað drepa þeir þá ekki bara áhöfnina og flýja. © Shipcraft A/S
En þetta eru nú bara mínar vangaveltur Sjórán hafa tíðkast alla tíð. En aðallega við Malagasundið og þar í kring. Ég man að þegar ég var á Nordtramp á fengum við skeyti frá útgerðinni um að sjóræningar hefðu komist óséðir um borð í eitt af systurskipunum sem var í eigu hennar.
Shiuh Fu nr. 1. Eitt af móðurskipum sjóræningana
© maritimedanmark.dk
Skipstjórinn vaknaði með sveðju að hálsinum og hann krafinn um lykla að peningaskápunum. Ég man að upp úr þessu var talað um að hafa ekki peninga um borð en útbúa skipstjórana með kretitkortum. En það var slegið strax út af borðinu út af því að ef svo ílla tækist til að ræningarnir kæmust um borð og þeir næðu engum verðmætum myndu þeir bara drepa viðkomandi. En viðbúnaðurinn við þessum glæpamönnum var aukinn til muna. Og við sluppum alltaf.
Árásarsvæðið er alltaf að stækka og hvar er þessi fínukallaklúbbur SÞ