20.01.2011 00:09
Skalva
Þ 23 jan var leitað til LHGÍ um aðstoð vegna slasaðs sjómanns um borð í flutningaskipinu Skalvan. aem statt var 115 sml SV af Reykjanesi Þyrlusveit LHGÍ brást eins og hennar er von og vísa strax við Enda 2 vélar til taks sem þurfti í svona langt flug. Ég held að almenningur geri sér ekki ljóst hve mikið þrekvirki þarna var unnið. En við sjómenn skiljum það að ég tali nú ekki um eftir að hafa séð myndir sem teknar voru og Landhelgisgæslan hefur verið svo almennilega að leyfa mér að birta. Fréttaflutningur af svona afrekum finnst mér stundum harla lélegur. Smáfréttir kannske inn í blaði búið pasta. þá er ég kannske að meina slys í óbyggðum og sjúkraflutningar í vondum veðrum.En fólk á að virða og dá stört þessara manna. Og þá má alls ekki spara peninnga til að halda þeim í góðri þjálfun
Hérna er fréttatilkynning frá Landhelgisgæslunni um atvikið Tekið af heimasíði LHDÍ
Landhelgisgæslunni barst í morgun kl. 10:26 beiðni um að sóttur yrði slasaður skipverji í litháíska flutningaskipið Skalva sem statt var um 115 sjómílur SV af Reykjanestá. Var skipstjóra gefið samband við þyrlulækni sem mat ástand sjúklings svo að það þyrfti að sækja hann með þyrlu.
Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út kl. 11:05 þar sem flogið var lengra en 20 sml frá landi. Fóru TF-LÍF og TF-GNA í loftið kl. 11:40. Þegar komið var að skipinu kl. 12:38 var ölduhæð á staðnum 6-8 metrar og vindur ANA 40-50 hnútar. Um 10 mínútur tók fyrir skipið að komast á stefnu svo hægt væri að hefja hífingar. Mikil hreyfing var á skipinu og erfiðar aðstæður. Sigmaður seig niður í skipið og var sjúklingur síðan hífður í börum um borð í TF-GNA. Haldið var til lands kl. 13:12 en áætlað er að þyrlurnar lendi á Reykjavíkurflugvelli um kl. 14:30. Hér lýkur fréttatilkynningunni
Skipið var smíðað hjá Miho SY í Shimizu 1985 sem Paleisgracht fyrir hollenska aðila Það mældist 5974.0 ts 9498,0 dwt. Loa: 113 ,0 m brd: 19.0 m, 2004 fær skipið nafnið Skalva nafn sem það ber í dag undir fána Lithaen© Capt.Jan Melchers
© shipsmate 17