07.02.2011 20:19
Mánafoss IV
1988 tók Eimskipafélagið þýskt flutningaskip Esperanza á þurrleigu, Skipið var notað til siglinga á "ströndina" Skipið var smíðað hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi fyrir þarlenda aðila og undir fg nafni 1985 Skipið mældist 3120.0 ts 3635,0 dwt,. Loa: 88.60 m brd: 15.70.m Eins og fyrrsagð tók Eimskip skipið á þurrlegu 1988 og skírði Mánafoss 1992 er skipinu skilað og fær það aftur sitt gamla nafn Esperanza Síðan gengur það undir ýmsum nöfnum sennilega vagna þurrleigusamninga. 1997 Fronteier Colombia 1997 Manzur 1998 Melfi Panama 2000 Esperanza 2001 Anl Purpose 2002 Esperanza 2003 Kaupir Otto Danielsen skipið?? og skírir Karen Danielssen Skipið selt aftur 2005 og fær nafnið Renis 2005 Sider Red 2006 Mirabelle og 2010 Lady Maria nafn sem það ber í dag undir fána Togo. Ekki er hægt að segja að þetta hafi verið happa skip Óvenjulegur og hörmulegur atburður varð 03-03 2005 þegar skipið sigldi á fullri ferð undir Stórabeltisbrúna sem hreinlega tók af brú skipsins með þeim sorglegu afleiðingu að annar stm sem var á vagt fórst Svo strandaði skipið í Rosendal, Hardangerfirði 16- 01- 2009 en náðist út og gert var við það
Hér strax eftir slysið
© Dixon Shipspotting
© Dixon Shipspotting
© Dixon Shipspotting
© Dixon Shipspotting
Hér sem Mirabelle
Og hér sem Lady Maria