12.02.2011 21:59
Brúarfoss I
Einhver skemmtilegasta bernsku minning sem ég á var þegar ég fékk að fara með föður mínum suður til Reykjavlikur sennilega á flutningabíl frá Verslunarfélagi Borgarfjarðar með einhverja skrokka af kjöti sem áttu að fara í E s Brúarfoss. (sennilega einhver prufa á erlendan markað). En bátsmaðurinn á Brúarfossi var föðurbróðir minn Björn Ásmundsson (stundum kallaður Bjössi bátur) Ég man að hann sýndi okkru pabba skipið og ég man hve ég var stoltur af frænda mínum og hve ég öfundaði hann af að vera á svona "flottu" skipi. Svo hittum við borðalagðan mann sem bauð okkur inn til sín. Pabbi og Bjössi hafa sennuilega fengið bjór en ég fékk danskt limonaði, Ég held nú samt að sá borðalagi hafi ekki verið skipstjórinn en það getur þó verið.. Síðan þá hefur þetta skip haft sérstakan sess í minni miningu. Og maður sér að þeir sem teiknuðu "þríburana" voru undir áhrifum frá þessu skipi
Það var múgur og margmenni þegar skipið kom fyrsta sinn til Reykjavíkur

Hann var grámálaður á stríðsárunum Þarna ligggur hann við Thamesánna í Stríðinu

Síðan ýmsar myndir af honum






Coll. R.Cox Sea the Ships,
Það var múgur og margmenni þegar skipið kom fyrsta sinn til Reykjavíkur

Hann var grámálaður á stríðsárunum Þarna ligggur hann við Thamesánna í Stríðinu

Síðan ýmsar myndir af honum





© photoship

Coll. R.Cox Sea the Ships,
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4187
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194280
Samtals gestir: 8255
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:36:19