21.02.2011 17:34
Brúarfoss I
Brúarfoss I var smíðaður hjá Kjöbenhavns Flydedok & Skibsværft í Kaupamannahöfn 1927.Fyrir Eimskipafélag Íslands.1927. Það mældist 1577.0 ts 1540,0 dwt. Loa: 84.70 m brd: 11.10.m Skipið sem var þriðja nýsmíði Eimskipafélags Íslands var fyrsta "kæliskipið" sem var byggt fyrir Íslendinga. Og það er skemmtilegt að lesa frá komu skipsins Þar sem segir m.a: "Skip mitt er komið að landi" þannig hugsar margur bóndinn nú þegar Brúarfoss fyrsta kæliskipið í íslenska flotanum er komið. Til að flytja landbúnaðar vörur okkar kældar og frystar til útlanda" Þannig að það var bændastéttin sem fagnaði komu skipsins mest. Eimskipafélagið seldi skipið 1957 til Freezer Sg Line (skráð í Líberíu) og fékk það nafnið Freezer Queen
1960 er skipið selt J.A. Naveira (líka Líberíuskráning) og það skírt Reina Del Frio. Það virðist hafa verið af skrá 1986. Ég hef alltaf haldið því fram að happ Eimskipafélags Íslands hafi verið að hafa ráðið einn af okkar bestu dönsku "uppeldissonum" Emil Nielsen sem sinn fyrsta forstjóra. Og ég man að ég las það einhverntíma að upp hefði komið ágreiningur milli hans og stjórnar félagsins um ráðningu Júlíusar Júliníusonar sem skipstjóra á hið nýja skip í byrjun. En Emil síðan látið undan og Júlíus var ráðinn. Þetta er ekki sagt til hnjóðs Júlíusi.
© photoship
Þvi að þeir menn sem ég þekkti og sem þekktu hann sögðu hann mikinn sómamann. Þetta er kannske frekar sagt að benda á hæfileika Emils til að sjá hlutina bæði á "réttunni og röngunni" og beygja sig fyrir réttlátum rökum Júlíus stýrði svo Brúarfossi farsællega í 13 ! ár (happatala fyrir suma)
Coll. R.Cox Sea the ships