29.03.2011 12:49

Vatnajökull I

Mikill velunnari síðunnar og góður vinur Guðlaugur Gíslason fv stm sendi mér þessa sögulegu mynd af Vatnajökli og skipshöfn hans 1954. Hér má sjá nokkuð mörg andlit sem áttu eftir að setja svip sinn á hina nú svo til útdauða farmannastétt. Ég læt "skrifelsi" Guðlaugs með myndinni halda sér. Ég þakka þeim félögum Guðlaugi og Hjörvari lánið á myndinni








 SÖGULEG MYND

Myndin er tekin í Genova á Ítalíu 17. júní 1954.

Frummyndina á Bjarni Bjarnason bryti og er af hluta af áhöfninni  á m.s. Vatnajökli  TFDB. Tildrögin að því að þessi mynd var tekin, voru þau að m.s. Vatnajökull var á heimleið frá Haifa í Ísrael og kom við í Genova. Þar voru lestaðir bílar ofl. Meðan skipið var í þar bar einn daginn uppá 17. júní og jafnframt var á þessum degi einhverskonar trúarhátíð á Ítalíu svo ekki var unnið við skipið. Ræðismaður Íslands á Ítalíu var þá Hálfdán Bjarnason, sem í tilefni af þjóðhátíðardeginum bauð áhöfninni til veislu á heimili sínu og var myndin þá tekin.

Myndin: 

Fremsta röð (sitjandi) f.v:

Haraldur Þórðarson bátsmaður, Ámundi Ólafsson messadrengur, Páll Torp háseti, Hjörvar Sævaldsson messadrengur og Einar Friðfinnsson matsveinn.

2. röð f.v:

Bjarni Bjarnason bryti, Höskuldur Þórðarson 2. vélstjóri, Rögnvaldur Bergsveinsson háseti, Jón Þorvaldsson 1. stýrimaður, Gunnar Helgason smyrjari, Haukur Guðmundsson háseti, Gísli Ólafsson loftskeytamaður, Óli Kr. Jóhannsson háseti, Jóhannes Ingólfsson háseti, Sigurlaugur Sigurðsson 1. vélstjóri, Marteinn Kristjánsson 3. vélstjóri og Júlíus Kemp 2. stýrimaður. Fyrir miðri myndinni er hjónin Friðrik V. Ólafsson (heldur á hatti) skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík og kona hans Lára Sigurðardóttir en þau voru farþegar þessa ferð í boði H.F. Jökla.

Á myndina vanta:

 Kristján Hermannsson háseta, Sæmund (??) son smyrjara og Valtý Eyjólfsson smyrjara.

Myndina tók Bogi Ólafsson skipstjóri og er hann því ekki á myndinni.

Frá Genova fór skipið til Barcelona og þaðan til lítils bæjar á Spáni sem heitir Palemos (?) og lestaður þar korkur. Þegar skipið var í Barcelona bauð skipstjórinn Bogi Ólafsson allri áhöfninni að undanskildum tveimur vaktmönnum á nautaat sem þann daginn var haldið þar í borginni. Áhrifin sem nautaatið hafði á "Íslendinginn" var á ýmsa vegu og féllu sumir í öngvit. Síðan var haldið heimleiðis með viðkomu í Ceuta og tekin þar olía og vistir. Þaðan var siglt um Njörvarsund og heim til Íslands.

Heimildamaður að framanskráðu er Hjörvar Sævaldsson "messadrengur".

Skráð af Guðlaugi Gíslasyni.

Skipið sjálft






Vatnajökull var Smíðaður fyrir Sölumiðstöð Hraðfrystihúsa í Lidingöverken,Lindingö Svíþjóð1947 Mældist :924 ts Loa:61,50 m brd 9,70 m Skipið selt til Grikklands 1964 og fær nafnið Evancelistria V Það varð fyrir stýrisbilun og rak á land við Sardínu 19-01-1981 Og grotnaði svo niður í höfninni í Gagliari 
                     @Rick Cox


Ekki falleg sjón


@yvon




                                                                                                                                       @yvon




Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 450
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196660
Samtals gestir: 8465
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 03:16:08
clockhere