10.04.2011 13:15
Flokkur A (skítadallar)
Skipin sem ég sýndi í flokki A sem ég kallaði í síðustu færslu fluttu aðallega mannlegan úrgang á fágaðri íslensku Mannaskít á hvurndagsmáli. Ég var staddur í Glasgow á skipi fyrir nokkru árum og sá þá sennilega þetta skip (ekki þó viss en líkt skip) og fór að spyrja um það. Og svarið er hérna að framan
En það var byggt hjá J.Lamont & Co í Glasgow fyrir skoska aðila 1970 sem "Effluents tanker" og fékk nafnið Dalmarnock Það mældist 2260.0 ts 3368.0 dwt. Loa: 95.0 m brd: 15.60.m Skipið skifti um nafn 1999 og fær nafnið Bran Sands. 2008 er það selt til Nígeríu og fær nafnð Efeomo Mér var sagt að skipið væri lestaði af tankbílum. Sigldi svo ca 50-60 mílur á haf út og losaði farmin þar.
Dalmarnock
© John Kent
Ég ruglaðist dálítið á myndum en Dalmarnock átti systurskip Garrogh Head sem var aðeins stærra.Byggst á sama stað en 1977 sem Garroch Head. Fyrir sömu aðila. Það mældist: 2808.0 ts 3645.0 dwt. Loa: 96.80.m brd: 16.0 m Skipið faggar nú fána Honduras.
Garorcoh Head
© John Kent
© John Kent
Svo er það síðasti skítadallurinn. Hann var byggður hjá Fergusson Bros í Glasgow fyrir enska aðila sem Thames 1977. Hann mældist 2663.0 ts 2936.0 dwt. Loa: 93.30 m brd: 15.10 m 1999 fær skipið nafnið Anastasios IV 2003 Condor 2003 Pamissos. Skipið var rifið í Aliaga(sem sumir rugla saman við Alang Indlandi) Tyrklandi í júni 2010
Hér sem Thames
© Derrek Sand
Hér sem Pamissos
© Ilhan Kermen
© Ilhan Kermen