16.04.2011 14:56

Árekstur

Á fimmtudag varð hræðilegur árekstur tveggja skipa í Kílarskurðinum. Sem kostaði tvo menn lífið. Þýskan lóðs og þýskan stýrismann (  helmsman ) Skyggnið var um 20 metrar þegar gámaflutningaskipið OOCL Finland  (enskur fáni Isle of Man) á leið frá Hamborg til Gdynia rakst á flutningaskipið Tyumen-2  (rússneskur fáni) sem var á leið frá Riga til Hull. Stefni og frampartur gámaskipsins svifti brúnni hreinlega af flutningaskipinu, sem svo stjórnlaust sigldi í strand. Skipstjóri rússneska skipsins slasaðist einnig mikið og annar úr áhöfn hans slasaðist minna. Enginn úr áhöfn gámaflutningaskipsins slasaðist og litlar skemmdir urðu á því. Umferð um skurðin var strax stöðvuð en tveir minni árekstrar urðu sem afleiðing af þeim stóra

Tyumen-2 


© Captain


Hér er verið að hífa "brúna" af Tyumen-2  upp úr skurðinum



© Captain





Skipið var byggt í Rússlandi 1989 Það mældist 3086.0 ts  3148.0 dwt Loa: 116.0 m  brd: 13.0 m


© Derek Sands





 OOCL Finland 

Skipið var byggt hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi 2006 sem ANINA. En fékk núverandi nafn strax. Skipið mældist 9981.0 ts 11267.0 dwt. Loa:134.40 m. brd: 22.50,m


©  Hannes van Rijn



©  Hannes van Rijn


Eitthvað mikið hefur farið þarna úrskeiðis,. En engar skýringar eru enn til reiðu á þessu hörmulega slysi

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 6071
Gestir í dag: 265
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196164
Samtals gestir: 8409
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:54:53
clockhere