21.04.2011 12:40
Danica Sunrise
Eitt af minu gömlu skipun Danica Sunrise er í miklum vandræðum í Mumbai, Og hefur verið kyrrsett þar. Sagan mun vera sú að útgerðin hafði ráðið tvo enska vopnaða varðmenn fyrir ferðina þar á undan, Sem sennilega var með vopn frá Vilmington USA í Persaflóan; Þetta er að vísu mín tilgáta byggð á minni veru á skipum útgerðarinnar, En skipið var svo á leið til Mumbai í "ballest" þegar varðmennirnir hentu vopnum sínum í sjóinn, En þeir áttu að fljúga heim frá Mumbai. En það vildi svo ekki betur til en svo að til þeirra sást. Og nú liggur skipið í Mumbai og áhöfnin ákærð fyrir vopnasmygl og terróisma
Skipið var bygt hjá Saksköbing M & S í Saksköbing Danmörk 1090 fyrir H. Folmer Kaupmannahöfn Það mældist: 1087.0 ts 1295.o dwt. Loa:66.80 m brd: 10.20