24.04.2011 14:50

Meira frá T Diedrich

Hér byrjum við á einum öldung Byggt 1919 Var undir enskum fána en hét Reykjanes og var í eigu eins af fyrstu útrásarvíkingunum Jóns Oddssonar.Virkilega heiðarlegum manni sem ungur að árum réði sig á enskan togara Vann sig upp í skipstjórastöðu Varð mikill aflamaður sem skipstjóri og farsæll útgerðarmaður. Þar til grimm örlög gripu í taumana. Ég hvet menn til að lesa Jóns skráða af Guðmundi Hagalín sem heitir "Í Vesturvíking" Jón átti Reykjanesið í 6 ár . Ég man vel eftir þessu skipi í Borgarnesi að losa kol er ég var þar strákur.Reykjanes var rifið á Englandi 1953




Svo er það Thomas Bjerco betur þekktur sem Norðri Byggður 1961 Tekin af skrá 1999 frekari örlög mér ókunn



Næst er það Rangá Nr I hjá Hafskip .með því nafni. Byggð 1962 Lenti í eldsvoða út  at Perama (Grikklandi) 21-07-2007  og rifin í  Aliaga (Tyrklandi) 16-08-2007 Hét þá Philippos K  




Selá Nr I hjá Hafskip var byggð 1963 Lenti í eldsvoða  á 34°20´N  033°.44´A 23-07- 1979 og sökk svo út af  Beirut 1984 Hét þá Skymaster




1964 Hofsjökull seinna Stuðlafoss Var byggður 1964 Rifinn í Alang 2003 Hét þá Maya Reefer




 Hér sem Stuðlafoss

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4541
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194634
Samtals gestir: 8270
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:21:23
clockhere