27.04.2011 21:39

Fjallfoss I og II

Þetta skip er svolítið bundið bernskuminningu minni, Móðir mín hafði sett mig í fóstur vestur á Ísafjörð hjá systur sinni er ég var tveggja ára. En svo fimm árum seinna var faðir minn giftur og vildi"gæjann" suður, Vinkona stjúpu minar var svo í heimsókn hjá systur sinni á Ísafirði og tók ræfilinn með sér suður. Og farkosturinn var Fjallfoss I .En skelfing var ég sjóveikur enda víst vonsku veður Þetta var 1945. Þegar ég hóf svo mína sjómennsku á Eldborginni 1953 var búið að selja hann blessaðan til Ítalíu, Svo ekki gat ég endurnýjað kynnin með að berja hann augum.


© Sigurgeir B Halldórsson

Fjallfoss I var fyrsta óslenska farskipið sem búið var krönum. Ekki var hann nú smáfríður blessaður



© ókunnur


En það var annað með þann sem kom á eftir honum Virkilega snoturt skip. Einhvern tíma heyrði ég að stuðst hafi verið að einhverju leiti við Tröllafoss þegar Tungufoss og Fjallfoss II voru smíðaðir. Nema hvað sá fyrstnefndi var töluvert stærri, Einnig að Fjallfoss hafi verið miklu betur lukkað skip en Tungufoss. Enda stærri og seinna á ferðinni


©Handels- og Søfartsmuseets




© ókunnur



© ókunnur




© ókunnur

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 840
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 4912
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 253470
Samtals gestir: 10869
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 10:42:44
clockhere