05.06.2011 18:31

Sjómannadagur.

Ég vil óska öllum sjómannsfjölskyldum til hamingu með daginn. Fyrir sjötíu árum höfðu 189 lðgskráðir sjómenn látið lífið milli Sjómannadaga 1940-1941.

Þetta skip þætti nú ekki merkilegt í dag en hann "sullaðist" þetta í gegn um tvær heimstyrjaldir




Þessi var aðeins stærri en gerði það líka



En þar af munu 122 farist af styrjaldarástæðum. Allir íslendingar eiga að vera hreyknir af að vera komnur af þeim hetjum sem stunduðu siglingar á þessum heljartímum. Við eigu að að vera hreykin af þessum mönnum eins og bretar eru hreyknir af RAF í stríðinu um England á sama tíma

Þessi slapp við fyrri styrjöldina En skilaði sér ávallt í þeirri seinni 

 

Flesti gamlingar muna orð Winston Churchill þegar hann sagði:" Never in the field of human conflict was so much owed by so many to so few" Þetta má heimfæra uppá íslenska sjómenn þess tíma.Við erum sem betur fer laus við stríð allavega hér á N- slóðum

Þessi komst heill í gegn um WW 2 einnig




Ekki má halda Sjómannadaginn hátíðlegan án þess að minnast Sjómannskonnunnar. Sem á þessum tíma beið oft milli vonar og ótta eftir að heyra af afdrifum manna sinna Og gerir stundum enn: "Hún situr hljóð og horfir út /með hjartað þreytt af kvíða./ Það er svo langt - það er svo strangt / að elska, sakna og bíða/  Ekki veit ég hver orti, en þetta orti Lilja Björnsdóttir :  "Að elska og sakna, að vaka og vona,/ og vinna í trausti á kærleikans mátt,/ alltaf mun sjómannsins ástríka kona/ í einrúmi leika hinn sorgbljúga þátt."  Verið ávallt kært kvödd

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere