12.06.2011 14:34

Listamaður af guðs náð

Alltaf þarf maður eitthvert "tilefni" til að setja eitthvað hér á síðuna. Maður kemst yfir mynd, maður flettir einhverju upp o, sv. frv. Og nú má segja að tilefnið sé óvanalegt. En það var innlit mitt á lfrábæra sýningu á miklum listaverkum eftur óvenjulegan listamann.

Þetta átti aldrei að verða nein listaverkasíða, En þessi óvenjulegi listamaður kemur úr hópi svokallaðra farmanna sem einusinni tilheyrðu sjómannastéttinni. En er því miður að deyja út. Hverjum sem það svo er að kenna. En að efninu:
 

Það er merkileg sýning búin að vera hér  í "Safnahúsinu" í Vestmannaeyjum undanfarið. Einhentur alþýðumaður sannar það að ekki þarf margra ára veru í listaháskólum til að skapa list sem við þessir sauðsvörtu skiljum Ég varð satt að segja dolfallin yfir verkunum þegar ég heimsótti sýninguna um daginn. Ég fékk eftirfarandi "lánað" af heimasíðu Sjóminjasafnins Víkur í Reykjavík.


"Ásmundur Guðmundsson fæddist  árið 1929 á Ytri-Veðraá, Mosvallahreppi, sonur hjónanna Guðmundar Þorkels Jónssonar og Ástu Ólafar Þórðardóttur.  Ásmundur giftist Sigríði Bjarney Einarsdóttur kennara árið 1957.  Sonur hennar og fóstursonur Ásmundar er Einar Eysteinn Jónsson, fæddur 1950, læknir í Vestmannaeyjum.

Asmundur

Ásmundur tók hið minna mótorvélstjórapróf Fiskifélags Íslands 1948, lauk hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1951 og farmannaprófi frá sama skóla 1953.  Hann starfaði sem skipstjóri á millilandaskipum til 1975, fékk hann þá  alvarlegt heilablóðfall, aðeins 46 ára að aldri.  Við áfallið missti Ásmundur talmálið sem og máttinn í hægri hluta líkamans. 


Hann náði  með miklum viljastyrk og ómetanlegri hjálp iðjuþjálfa á Grensásdeild að þjálfa upp vinstri höndina, sem hann notar nú til vinnu og athafna, m.a. til þess að skera út og mála. Ásmundur býr að Árskógum, þjónustuíbúðum eldri borgara í Breiðholti.  Þar hefur hann aðgang að smíðastofu og hefur leiðbeinandinn Einar Jónasson hvatt Ásmund áfram í útskurðarlist sinni. Bera verk Ásmundar vott um mikla listgáfu og tilfinningu fyrir lögun og formi.  Myndefnið sækir hann í íslenska náttúru og hefðbundin störf íslenskrar alþýðu fyrri tíma" Asmundur-gert-adSýningin stendur að minnstakosti fran yfir "goslokahelgi" hér í Eyjum  Og ég hvet alla sem ekki hafa séð hana að gera það

Og af því þetta er "fragtskipasíða" . er ekki úr veigi að rekja sjómennskuferil Ásmundar og rifja upp skipin sem hann stjórnaði. Ásmundur byrjaði til sjós 1943 í miðjum hildarleiknum á Atlantshafi á verstfirskum fiskibátum.

Oddur fyrsta eiginlega farskipið sem Ásmundur var á 1948-49



Fyrsta eiginlega "fragtskipið" sem Ásmundur ræðs á er vélskipið Oddur sem hann er á 1948-49. Síðan taka við bátar og togarar. M.a b/v Neptúnus og b/v Mars. 1953 ræðst hann á Dísarfell og hefst þar ferill hans hjá SÍS. Fyrst háseti síðan stm (m.a á Bláfelli hinu sænska)

Dísarfell skipið sem Ásmundur byrjaði á hjá Skipadeild SÍS 1953



Báfell sænska en Ásmundur var þar stm um tíma



og afleysingaskipstjóri á hinum ýmsu skipum SÍS. 1965 verður hann fastráðinn skipstjóri á Litlafelli I og er með það til 1971 að það er selt og annað skip keypt í staðinn Litlafell II, Hann svo með það skip þar tl hann verður að hætta vegna veikinda 1975

Ásmudur var með Jökulfell m.a í afleysningum



Svo varð hann skipstjóri á Litlafelli I og II





Litlafell II





Vonandi helst Ásmundi á sú heilsa sem hann hefur enn um ókomin ár til að skapa enn fleiri falleg alþýðulistaverk sem yljar venjulegu fólki að skoða. Ég þakka fyrir mig Ásmundur

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 5910
Gestir í dag: 259
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 196003
Samtals gestir: 8403
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 23:33:52
clockhere