15.06.2011 11:49
Hvað skeði???
Eitthvað fór hér úrskeiðis hjá APM Terminals i Algeciras.síðasta laugardag. Þegar verið var að afgreiða "federskipuð" Deneb lagðist það allt í einu hálfpartinn á hliðina. Síðan alveg. Eftir því sem ég veit best veit engin enn hvað olli. Deneb var byggt hjá Sietas Neuenfelde í Þýskalandi 1994 sem Deneb fyrir þarlenda aðila. Það mældist 3992.0 ts 5350.0 dwt. Loa: 101.10. m brd: 18.40 m Skipið hefur siglt undir nokkrum nöfnum M.a:1994 Rhein Liffey 1995 Rhein Partner. 1998 Deneb 1998 Oocl Neva 1998 Deneb . Tveir menn munu hafa slasast þegar skipið lagðist. Og má segja að það sé vel sloppið
© Hannes van Rijn
© Hannes van Rijn
Og hér eru líka myndi frá þessu
http://www.fotosdebarcos.com/viewtopic.php?t=28223