21.06.2011 18:44
Fyrsti "Þríburinnn"
Maður er alltaf að sjá það betur og betur þvílíkir "púlhestar" hinir svokölluðu Þríburar Eimskipafélags Íslands hafa verið. Og ímyndið ykkur hve mikill fengur þessi þrjú skip voru fyrir íslenskan kaupskipaflota. Og með ólíkindum hvernig þessi skip þræddu hinar minnstu hafnir landsins. Eimskipafélagið hafði gert samninga um smíði tveggja skipa 1939 og ég held að teikningar að þeim hafi legið fyrir það ár. (hér er eingöngu stuðst við görótt minni), Síðan hafi þeim verið aðeins breitt. Ef þetta er rétt hjá mér geta menn velt fyrir sér framsýni Eimskipafélagsmanna.
Goðafoss við komuna til Reykjavíkur í mars 1948
Fyrsta skipið hlaut nafnið Goðafoss. Dálítið umhugsunar vert ef tillit er tekið endaloka fyrri skipa með sama nafni. Skipið kom fyrst til heimahafnar í Reykjavík 23 mars 1948
Við lestun á frosnum fiski í Eyjum.
Hér að losa í New York
Endalok skipsins urðu þau að það sökk á 02°17´N/ 0g 029°.55´V 24-01-1971 á leiðinni frá Montevideo til Piraeus með frozen með frosið kjöt og lifandi fé, Ég hef því miður lítið af myndum af skipinu undir höndum.