23.06.2011 21:19

Sjötíu ár

Á næsta mánudag eða 27 júni eru sjötíu ár liðin síðan eitt af kaupskipum íslenska flotans lgði af stað til Halifax í Nova Scotia til að sækja nauðsynjavörur fyrir landsmenn, Óvopnað meðalstórt friðsælt skip leggur út í ógnarástandið sem ríkti þá á N-Atlandshafinu til að sækja eitthvað matarkyns handa lítilli eyþjóð í miðri hringiðju vítisvéla sem engum þyrmdi sem fyrir varð. Um borð voru 20 saklausir íslenskir sjómenn

Skipið




Þegar skipið hafði siglt í um tvo sólarhringa þá skeði það. Morðóður óvinurinn fær skipið í sjónpípuna og leggur til atlögu. Eitt búmm og þetta friðsæla skip sekkur á tveimur og hálfri mínútu í djúpið. Þarna fórst fyrsta íslenska flutningaskipið í WW 2.Með skipinu fórust strax 13 menn 7 komust á eina björgunartækið sem slapp óskemmt í sprengingunni sem var 3 x 4.3/4 metra og 1 meter á hæð. Tunnufleki með korkfyllingum.

Mennirnir





Á þessu flekaræksni hröktust mennirnir í tíu og hálfan sólarhring. Matar og vatnslitlir þar til  bresk korvetta Candytuft.fann þá fyrir hreina tilviljun 10 júlí . Mennirnir voru svo um borð í korvettuni til 18 júlí þegar þeir voru settir í land í land á St John´s  En þá hafði einn af flekamönnum látist. Karl Guðmundsson

Svona segir Alþýðublaðið frá er fjórir af  sex skipbrotsmönnum konu til Reykjavíkur 12 ágúst 1941





Hér eru myndir af systurskipi Candytuft. Sackvillle sem er orðið að safni í Halifax





Einn af skipbrotsmanna varð að dveljast um ár á sjúkrahúsi. Þarna misstu fjórtán íslenskir sjómenn lífið Sá elsti fjöritíu og sjö ára sá yngsti nítján ára. Candytuft korvettan sem fann þá var fyrir tilvinljun eina á þessum slóðum .Hún var av svokallaðri"Flower-class corvette." gerð. Okkur íslendingum ber rík skylda til að halda minningu þessara manna á lofti. Þessir menn t.d lögðu  líf sitt í hættu til að ná í þau matvæli og þær nauðsynjar sem þjóðina vantaði þá stundina,

Tvo hundruð íslenskir sjómenn





Yfir tvo hundruð íslenskir sjómenn  eru taldir hafa farist af styrjaldarástæðum Það er mikil fórn fyrir ekki stærra land. því allir þesir menn settu líf sitt að veði til að braufæða þessa þjóð og koma henni á lappirnar sem slíkri. En við erum   langt komin að gleyma þessum mönnum. Því er mikið miður, Það væri nú kannske ekki úr vegi að t.d Eimskipafélagið minntist þessa atburðar á einhvern hátt.því Helkla var fyrsta íslenska kaupskipið sem var skotið niður og Eimskipafélagið hafði það á leigu. Mér finnt með ólíkindum fáfræði ungs fólks um þessar fórnir. Mér finnst satt að segja að Virkið í Norðri III heftið ætti að vera skyldulesning í framhaldskólum landsins

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4541
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194634
Samtals gestir: 8270
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:21:23
clockhere