24.06.2011 01:06
Hekla og Candytuft
Hekla sem skotin var niður 29 júlí 1941 var byggð hjá Fredriksstad MV í Fredriksstad Noregi 1907 sem Clothilde Cuneo fyrir þarlenda aðila . Skipið mældist 1215.0 ts 1600 dwt. Loa:68.60 m brd: 10.30. m. Það gengur svo kaupum og sölum innan Noregs en heldur nafni þar til 1920 að það fær nafnið Kong Inge1932 kaupir svo Eimskipafélag Reykjavíkur skipið og skírir Hekla. 1940 kaupir Kveldúlfur svo skipið en það heldur nafni
Hekla
HMS Candytuft var byggt hjá Grangemouth DY í Grangemouth fyrir breska sjóherinn 1940 Það mældist 940.0 ts 1180.0 dwt. Loa:62.60.m brd:10.10 m. 1942 fær US navy skipið"lánað" og skírir Tenacity, US navy skilar skipinu aftur 1945 og fær það þá aftur sitt gamla nafn Candytuft. 1946 er það selt hverjum??? og fær nafnið Maw Hawa
Sackville systurskip Candytuft sem nú er stríðsminjasafn
© Bryson109
© Bryson109
Kafbáturinn sem sökkti Heklu var U-564 Skipstjóri var þessi maður Reinhard Suhren
© Uboat.net © Uboat.net
Og báturinn var af þessari gerð VIIC
© Uboat.net
Endalok U 564 urðu þau að honum var sökkt á Biscayflóa 14 Júni, 1943 En þá var Reinhard Suhren hættur Þá fórust 28 kafbátamenn en 18 var bjargað af öðrum kafbát. Reinhard Suhren var fæddur 16 apríl 1916 og dó 25 ágúst 1984 68 ára að aldri