29.06.2011 19:52
Drangajökull I
Þann 29 júni 1960 barst á öldum ljósvakans nánar tiltekið 2182 : "may day my day Turnig overportside" Þetta kom frá TFWA sem reyndist vera íslenska kaupskipið Drangajökull sem statt var í Pentlandsfirði En það er nafnið á sundi sem er á milli Skotlands og Orkneyja.
Forsíða Moggans 29-06-1960
Tuttugu mínútum seinna tilkynnti skoski togarinn Mount Eden svo Wick - radíó að togaramenn hefði bjargað öllum af Drangajökli alls 17 manns. Sá yngsti var aðeins fjögurra ára sonur skipstjórans sem var um borð með móður sinni. Um borð var einnig 14 ára strákur sem skráður var Messadrengur en mun frekar hafa verið í skemmtiferð. Nafn drengsins Vilhjálmur Vilhjálmsson ætti að hringa einhverjum bjöllum í núinu. Björgun fólksins gekk vel fyrir sig að mestu leiti.
Forsíða Moggans 30 júni
Þó munu nokkrir skipbrotsmenn hafa lent í sjónum.Loftskeytamaðurinn á Drangajökli lenti samt í kröppum dansi. Hann lokaðist inni í klefa sínum og þurfti að brjóta rúðu til að komast. út. Matsveinninn mun líka hafa slasast á fæti.Þegar togarinn kom á slysstaðinn var fólkið allt komið í gúmmíbátinn. Skipstjórasonurinn litli var vafinn í Hollenskann fána til að halda á honum hita
Skipið
Örlögin voru þessum farmönnum hliðhollari en starfsfélögum þeirra á ES Heklu tæpum 20 árum áður