01.07.2011 14:27
Skógafoss IV ???
Maður má aldrei festast í gamla tímanum. Þó svo það komi fyrir mann. Þessvega var það kærkomin frétt að Eimskip er komið með nýjan Skógafoss. Skipið mun verða á einni fyrritíma helstu siglingaleið félagsins.Ísland --- USA Sem gekk undit ýmsum nöfnum. M.a "tyggigúmirútan" En þessi leið er/var okkur nauðsynleg. Ekki síðst á stríðstímunum. Nokkur af kunnustu skipum Eimskipafélagsins t.d Selfoss I og Tröllafoss sinntu henni á sínum tíma. En að þessu nýja skipi.Það er byggt hjá Sainty SB (Jiangdu) Corp, Jiangdu í Kína 2007 sem Ice Bird fyrir þýska aðila en flaggið var Kýpur, Það mældist: 7633.0 ts 8040.0 dwt. Loa:129.60. m brd: 20.60 m. Eftir mínum gögnum er Skógafoss fyrsta nafnið sem skipið ber eftir skirnarnafnið.en það veifar Antigua and Barbuda flaggi. Ekki er ég viss hvort þetta er nr IV eða V eða kannske meir af þessu nafni hjá Eimskip
Hér eru myndir af skipinu sem Ice Icebird

Hér eru myndir af skipinu sem Ice Icebird

© Hannes van Rijn © Arne Luetkenhorst © Arne Luetkenhorst © Jens Boldt


Ég óska Eimskipafélaginu til hamingu með skipið og óska því velfarnaðar á hinni erfiðu siglingarleið . Sem hún svo sannarlega er
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 655
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 518
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 588747
Samtals gestir: 31246
Tölur uppfærðar: 3.11.2025 17:03:31
