09.07.2011 14:29
Framnes m.m
Framnes er hér að lesta frosið. Mér finnst það satt að segja tregara en tárum taki að horfa á alla þessa útlendinga, lesta hér afurðir sem unnar eru hér á landi. Ekki það að maður gleðist ekki yfir magninu heldur skömmin yfir hvernig staðið er að flutningunum. Einusinni áttum við nærri 100 skipa kaupskipaflota að öllu meðtöldu.





Nú ekki eitt einasta "millilandaskip". Hér er ég að tala um skip undir íslensku fána, Ekki eitt einasta "dry cargo"skip Ekki eitt einasta frystiskip. Ekki eitt einasta almennilegt olíuflutningaskip. Fyrirgefði Bjarni Halldórs ég er ekki að gera lítið úr skipinu þínu. Það stendur fyrir sínu eins langt og það nær. Ekki eitt einasta varðskip yfir 70 ts er við landið. Og að við skulum lifa á eylandi þá er enþá erfiðara að skilja hvernig komið er. Ímyndið ykkur .


Íslenskir sjómenn á skipum undir erlendum fánum hljóta innst inni að líða fyrir það að fáni þjóðar þeirra skuli aðeins blakta sem gestafáni hér á landi, Sjómannastéttin framar öllum stéttum lærði að virða og elska þennan fallegasta þjóðfána heims. Og sýndu hann stoltir um heiminn. Íslensk skip báru yfirleitt af hvað snyrtimennsku varðaði.

Ég man ekki betur en Tröllafoss hafi ár eftir ár hlotið nafnbótina:"snyrtilegasta skipið í höfninni" í New York. Ég dáist að útliti skipa Eimskip og Samskip. Eina sem mér finnst skyggja á er erlendur fáni í skut, Séu fg verðlaun einhverstaðar veitt þá er það á hreinu að íslenskt skip hljóti þau ekki.Ég kannske tek alltof stórt uppí mig þegar ég segi að það sé íslenskum ríkisstjórnendum til ævarandi skammar að hinn fallegi íslenski fáni hvarf af þeim fáu millilandaskipum sem enn eru í íslenskri eigu
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 6117
Gestir í gær: 267
Samtals flettingar: 196315
Samtals gestir: 8421
Tölur uppfærðar: 15.3.2025 00:17:16