10.07.2011 15:22
Sagan sjálf II
Eins og fyrr sagði keypti Landsjóður es Sterling 1917 til strandferða. Það má kanske segja að það hafi staðist því skipið "strandaði" í mynni Seyðisfjarðar 1 maí 1922. og varð þar til




Snæfell
Hvassafell I
Sterling

Eftir það var mikið rugl á ferðum kringum landið. Þá réðist Ríkissjóður eins og hann hét nú í að láta byggja sérstakt skip til þeirra ferða í Kaupmannahöfn. Þetta var e,s Esja sem kom til landsins 1923. Þetta var vísirinn að Skipaútgerð Ríkisins eða Ríkisskip eins og það hét seinna.
Esja I

1928 var stofnað félag á Flateyri sem skírt var Eimskipafélag Vestfjarða Félagið kaupir rúmlega þrjátiu ára gamallt norskt gufuskip es Norland sem skírt var Vestri. Skipið var selt til niðurrifs 1934. Eimskipafélag Reykjavíkur er stofnað 1932,Félagið keypti 25 ára gamalt gufuskip frá Noregi es Kong Inge sem fékk nafnið Hekla
Katla

1934 kaupir félagið annað skip frá Noregi es Manchioneal sem. fékk nafnið Katla. Skipafélagið Ísafold var stofnað 1933. Það kaupir þýskt skip es Eduard sem þeir skíra Edda. Það skip strandar 1934 og ónýttist
Edda I

Þá kaupir skipafélagið annað skip es Amsterstrom sem einnig er skírt Edda
Eimskipafélagið Fram er stofnað 1934. Það kaupir skip frá Noregi es Commander Rollins sem skírt er Columbus.Skipið var svo selt aftur úr landi 1936 Árið 1935 eignaðist Útgerðarfélag KEA á Akureyri lítið gufuskip es Kongshaug sem þeir skírðu Snæfell

Skipið var í siglingum til og frá landinu þar til það var kyrrsett af þjóðverjum í Norgegi 1940.1937 keypti sama félag annað lítið gufuskip es Urania sem skírt var Hvassafell En það strandaði á svonefndu Gvendarnesi,en það er á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar 18 júní 1941

Eitthvað svona var ástandið á íslenska millilanda kaupskipaflotanum 1939 þegar stríðið skall á.
frh
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51