11.07.2011 22:00

Sagan sjálf III

Í upptalningunni hingað til hef ég sleppt flóabátum og varðskipum og mun halda því áfram . En snúum okkur aðeins að tankskipum. Olíusalan í Reykjavík láta byggja  lítið olíuflutningaskip Skeljung  í Hollandi 1928  Shell á Íslandi kaupir skipið 1932 Það er stækkað 1934

Skeljungur


© Sigurgeir B Halldórsson

Við höfum minnst á Skipaútgerð Ríkisins en hún fékk nýtt skip 1939 Esju

Esja 


© Sigurgeir B Halldórsson

Við íslendingar misstum yfir tvö hundruð sjómenn  að talið er af styrjaldarástæðum. Við mistum þrjú flutningaskip. Þó má þvinga þá tölu upp í fimm ef  Gullfoss sem var kyrrsettur í Kaupmannahöfn og Snæfell sem kyrrsett var í Kristianssand eru talin með En þau áttu ekki afturkvæmt.1941 var þremur leiguskipum Eimskipafélagsins, Heklu , Sessu og Montana sökkt og með þeim fórust 16 íslenskir sjómenn (Með Heklu 14 menn Með Sessu 24 þar af 2 íslendingar en áhöfn Montana bjargaðist)
 
Goðafoss var skotin niður eiginlega við bæjardyrnar.10 nóv 1944 Með skipinu fórust 14 skipsmenn og 10 farþegar


Gullfoss varð innlyksa í Kaupmannahöfn



© Sigurgeir B Halldórsson

Á stríðsárunum urðu ýmsar breytingar á kaupskipaflotanum fyrir utan skipstapanna. Að vísu keypti Sviði h/f í Hafnarfirði portúgalst skip Ourem úr strandi Létu Sviðamenn sem náðu skipinu út gera við það og var það skírt Hrímfaxi

Hrímfaxi



Eimskipafélagið hafði strax á árinu 1938 smíði eins farþegaskips og tveggja vöruflutningaskipa á prjónunum. En ekkert var af þeim framkvæmdum vegna stríðsins. þess í stað keyptu þeir tvö skip af útgerðum innanlands. Eða réttara sagt þeir keyptu allt hlutafélagsins í öðru  félaginu upp og var eitt skip innifalið Þetta var skipafélagið Ísafold og es Edda II. Sem fékk nafnið Fjallfoss

Fjallfoss


© Sigurgeir B Halldórsson

1945 kaupir svo Eimskipafélagið es Kötlu af Eimskipfélagi Reykjavíkur og skipið skírt Reykjafoss Svo 1948 kaupir Eimskipafélag Íslands, þá stærsta skip íslenska kaupskipans frá USA Coastal Courser sem þeir skíra Tröllafoss

Tröllafoss


© photoship

1945 kaupir Haukur h/f og Baldur h/f nýbyggt tréskip í Canada sem fékk nafnið Haukur, Saga þessa skips var stutt en það sökk í sinni fyrstu ferð til Evrópu Skipið var hlaðið sementi frá London. Allir skipverjar björguðust


Haukur



Uppúr þessu verður svo blómaskeið íslenskrar farmennsku. Ný skipafélög líta dagsins ljós með nýjum, skipum. Meðal annars Skipadeild SÍS sem byrjar á fjórum nýjum skipum. Hafskip með fjögur ný skip. Jöklar byrja með fjórum nýjum skipum, einu aðkeyptu. Sementsverksmiðjan með eitt nýtt skip Síðan t.d, Nes h/f Neskip h/f Jón Franklín, Guðmundur A Guðmundson,Víkur h/f Ok h/f, Sjóleiði  h/f,Fragtskip h/f með nokkur aðkeypt skip Skipaleiðir h/f  Hólmi h/f ( með nýtt skip) Bifröst h/f

Selá þriðja skip Hafskips h/f



Ef einhver hefur nennt að lesa þetta má sá hinn sami ekki taka þetta sem einhverja sagnfræði. Því þetta er bara byggt að miklu leiti á glompóttu minni síðuhaldara sem svo leitaði í gömlum bókum og blöðum.  Og svo að síðustu er hérna trúlofunarfrétt sem ég rakst á í grúski mínu. Fréttin birtist 10 júlí 1951. Ég held að ég þurfi ekki að kynna fólkið í neðri fréttinni
 Meðal ávaxta af þessari trúlofun er maður sem heitir Hilmar ef menn hafa ekki "fattað"
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere