31.07.2011 21:04

Mangi Run

Eldri sjómenn kannast flestir við nafnið Mangi Run. Eða réttara sagt Magnús Runólfsson skipstjóra og hafnsögumann. Magnús var togaraskipstjóri síðast með b/v Þorstein Ingólfsson. Eftir það var hann svo hafnsögumaður í Reykjavík. Þó margir kannist við manninn er ekki víst að þeir muni eftir atvikinu fyrir 55 árum þegar hann kom í veg fyrir stórtjón á skipum og hafnarmannvirkjum er hann sigldi 133 m löngum "dreka" á fullri ferð út úr Reykjavíkurhöfn í ofsaveðri 29 okt 1956 

Haiti Victory

 


 

Það var óvenju hátt í, í SV roki  Haiti Victory  Mangi Run sem var þá hafnsögumaðurinn sýndi mikið snarræði sem,eftir að hann komst upp í þetta stóra skip sem var að slitna upp lét höggva á þær landfestar er eftir voru. Bakkaði skipinu svo eiginlega alveg upp að gömlu Loftsbryggjunni og setti svo á fulla ferð og sigldi nötrandi skipinu út á fyllstu ferð í gegn um hafnarmynnið og út  úr höfninni. Magnús lagði svo skipinu við Garðskaga, en sigldi því svo aftur inn í Reykjavíkurhöfn daginn eftir. 

Haiti Victory



Skipshöfnin á dráttarbátnum Magna stóð sig með ólikindum vel  við aðstoð við skipið. Skip sem voru við Ingólfsgarð voru um tíma í mikilli hættu. Einnig bátar við verðbúðarbryggjurnar. Meðal skipa við Ingólfsgarð var m.a. varðskipið Ægir I og hollenska skipið Cornelia B  Margir töluðu um"Kraftaverk" hjá Magnúsi að koma þessu stóra skipi út úr höfninn án þess að nokkrar skemmdir yrðu. 

 Nokkurn vegin leið Haiti Victory út úr höfninni

Saga Haiti Victory var þessi: Það var byggt 1944 í Permanente,Richmond #1, Sem Haiti Victory fyrir U.S.War Sg Administration, San Francisco.1944. Skipið var af svokallaðri VC2- S-AP3 gerð. Það mældist 7607.0 ts 10750.0 dwt. Loa: 133.0 m brd  18.90 m.  1959 fær skipið nafnið Longview. Sem kannske er athyglivert fyrir fyrri sögu skipsins. En hún hafði að vissu leiti tengst Íslandi á nokkuð allt annan hátt. Ég kem seinna með þá sögu

Lokað fyrir álit
clockhere