09.08.2011 17:36
N- Atlantshaf 1941 2
Á árinu 1941 var hildarleikurinn á N-Atlantshafi komin í algleyming Þá fórust 89 íslenskir sjómenn. 57 vegna kafbátaárása. Mikil blóðtaka fyrir litla þjóð. Meðal þeirra voru tveir menn. Þeir Steinþór Wendel Jónsson (sonur Jóns Eiríkssonar þv skipstjóra á Brúarfossi) 20 ára og Þorvaldur Aðils (bróðir Jóns leikara Aðils) 34 ára Báðir þessir menn sem voru sjómenn voru farþegar á flutningaskipinu Longtaker ex Sessa. En skipið hafði haldið úr höfn í New York 8 ágúst og var komið langleiðina til Íslands þegar það var skotið niður fullhlaðið nauðsynjavörum.
ES Sessa
© Handels-
og Søfartsmuseets
Skipið var smíðað hjá Helsingör Værft Helsingör Danmörk 1936 fyrir þarlenda aðila sem Sessa Það mældist 1700 ts 7000 ??? dwt, Loa: 89.0o m. brd: 12.70 m. Skipið var eitt af þeim dönsku skipum sem sigldu til hafna bandamanna þegar þjóðverjar hernámu Danmörk . Flotamálaráðuneyti Bandaríkjamanna tók skipið yfir og gaf því nafnið Longtaker og setti það undir Panamafána. Eimskipafélagið tók svo skipið á leigu í júlí 1941 og var það í sinni fyrstu ferð fyrir þá þegar því var sökkt um 300 mílum SV af Íslandi
ES Sessa

© Handels-
og Søfartsmuseets
Fimm menn komust á fleka. Þeir hröktust um á flekanum í 19 daga. Aðeins 2 voru svo á lífi þegar þeir fundust loks fundust þ. 5 sept Það var kafbáturinn U 38 undir stjórn Heinrich Schuch sem sökkti skipinu

© uboat.net
U-38 var af IX gerð

© uboat.net
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10