11.09.2011 17:20

Gamall en ekki gleymdur

Mikill velunnari síðunar og góður vinur Heiðar Kristins sendi mér þessa mynd og smá pistil, Sem ég lét fylga hér með: 

Gamlir og góðir og ekki gleymdir held ég að hafi staðið á síðunni þinni. Hér kemur einn góður og ekki gleymdur nefnilega ARNARFELL það eina og sanna.  Á sumrin voru sambandsskipin oft í flutningum með timbur sem futt var frá Rúslandi / Arcangelsk í Hvítahafinu til hafna í suður Evrópu. 


Þessir flutningar voru í gegnum norskan ref / skipamiðlara Hagaland í Haugasundi. Þessir flutningar gáfu að ég held vel í aðra hönd þó svo að oft tæki hver ferð langan tíma ákvæði í farmsamningunum um greyðslu biðdaga sáu fyrir því.. Á þessum árum var timbrið ekki flutt í buntum heldur var hverrju borði og planka raðað í lestar og milliþilfar og svo á þilfarið. Það var ekki óalgengt að lestunin í Arcangelsk tæki 2 - 3 vikur og stundum meir og losunin annað eins. 

Timbrið var mælt í stanard og ef ég man rétt lestaði ARNARFELL 630 standara eða þar um bil og var þá meðtalinn þilfarsfarmurinn. Á myndin sem tekin var sumarið 1964 er ARNARFELL á siglingu niður Ermasund á leiðinni frá Arcangelsk til og hafna í Frakklandi Bayone og Bordeaux sem báðar eru við Biscayalóann" . Svo mörg voru orð Heiðars 



Og ég læt fylgja fleiri myndir af þessu fallega skipi fylgja



© söhistoriska museum se


Það mættu fleiri fara að dæmi Heiðars. Senda pisla um skipin sem þeir hafa verið á. Það þurfa ekki að fylgja myndir en þó væri það auðvita skemmtilegra. En allt af þessu tagi gerir síðuna skemmtilegri ekki veitir af 
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere