14.09.2011 16:32

Mætir menn

Þetta er forsíða Tímans 6 apríl 1952. En um áramótin þar á undan höfðu fjórir heiðursmenn hætt sem skipstjórar hjá Eimskipafélaginu, Þessir menn höfðu byrjað snemma til sjós eins og þá var siður. Þeir höfðu allir verið sjómenn í fyrri heimstyrjöldinni Og allir verið meir eða minna sem skipstjórar í þeirri seinni



Elstur þessara merku manna var Pétur Björnsson f 20 ágúst 1887 og var því 65 ára þegar hann hætti. En þá var hann skipstjóri á flaggskipinu Gullfossi. Hann byrjaði sjómennsku um fermingu. Íslenst stm próf 1914 danskt 1915 Hóf störf hjá Eimskipafélaginu sem II stm á Goðafossi I 1915 en fluttist yfir á Gullfoss þegar Goðafoss stramdaði og eyðilagðist
 
Pétur  var einn af fjórum skipstjórum sem heystu hinn fallega þóðfána Íslendinga að hún þ 1 des 1918.Og hann var fyrsti skipstjórinn til að sigla með fánan við hún inn í erlenda höfn ( Fleewood) En þá var Pétur skipstjóri á es Borg. Hann byrjaði skipstjórn á es Borg 20 júlí 1918. Var síðan m.a  með  þessi skip. es Willemose es Lagarfoss I es Goðafoss IIes Dettifoss I Goðafoss III og síðast en ekki síst ms Gullfoss II

Pétur Björnsson



Pétur var með Goðafoss II í 12 ár



© Handels- og Søfartsmuseets da


Þá er það Bjarni Jónsson Fæddur 3 júni 1889 og því 63 ára er hann hætti. Hann hóf sína sjómennsku 1909. Stm próf 1914 En byrjar hjá Eimskipafélagi íslands 1915 á Goðafossi I þá nýjum. Bjarni var á Ceres  þegar hún var skotin niður í maí 1917 Tveir skipsmenn og farþegar  komust í björguarbáta að tveim skipverjum undanteknum sem fórust við sprengingun, Bátarnir náðu landi á Hebrideseyjum eftir 52 klukkutíma hrakningu. Skipstjórn sína byrjaði Bjarni á es Lagarfossi 1942. Er svo með hann til 1948 að hann tekur Tröllafoss þá nýkeyptan Og er með hann þar til hann hættir sem fyrr segir 1952

Bjarni Jónsson



Bjarni var með Lagga I á seinni stríðsárunum


© Tóti frá Berjanesi


Næstan skal nefna Sigurð Gíslason fæddur 15-maí 1890. Hann var því 62 ára er hann hætti Þá var hann skipstjóri á Lagarfossi II Byrjar sjómewnnsku 1906.Laup stm prófi 1914  Hann byrjar hjá Eimskipafélagi Íslands 1917 ? sem annar stm á Willemose. Hann verður  fastráðinn skipstjóri á  es Lagarfossi I 1941 Er síðan m.a með Goðafoss II. Var skipstjóri þar er skipiu var sökkt í Faxaflóa  10 nóv 1944. Síðan með Reykjafoss I En tekur svo Lagarfoss II nýjan 1948



Sigurður byrjaði með Lagarfoss II nýjan


© Handels- og Søfartsmuseets da

Síðastur og eiginlega yngstur af þessum mönnum var Sigmundur Sigmundsson  fæddur1 júni 1890 Hann var því 62 ára þegar hann hætti þá skipstjóri á Reykjafossi II. Hann byrjaði sjómennsku 1902 Tók stýrimannapróf 1912. Ræðst til Eimskipsfélagsins 1918 Og verður fastráðinn skipstjóri þar 1941 á es Selfossi I Síðan Fjallfossi I og er með hann þer til hann sækir Reykjafoss II þá nýkeyptan 1951  Og er með hann þar til hann hætti sem fyrr segir

Sigrmundur Sigmundsson



Sigmundur var m.a með Reykjafoss II  Hér skipið með seinna nafn Greta



Allir þessir fjórir skipstjórir höfðu leyst af sem slíkir um lengri eða skemmri tíma á ýmsum skipum áður en þeir urðu fastráðnir, T. d var Bjarni mikið með Dettifoss I áður en hann tók Lagarfoss I sem fastráðinn skipstjóri. Íslenska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við þessa menn sem og aðra sjómenn bæði fyrr og nú. Sérstaklega stendur hún í mikilli þakkarskuld við þá menn sem stunduðu sjó á stríðsárum. Alveg sama hvort um er að ræða fiski- eða farmenn.  


Einn af þessum heiðursmönnum sem hér er fjallað um að framan sagði þetta í viðtali við blaðamann: "Já, það var oft ljótt í stríðinu, en ég var miklu hræddari við árekstur í þokunni en þýzku djöflana. Það getur verið hættulegt að vera alltaf að breyta um stefnu í þoku og gera allra handa kúnstir" 

Ég vona að einhver hafi haft gaman að þessari upprifjun. Mér finnst satt að segja það skyldu að halda minningunni um svona menn á kofti   Og að endingu bið ég menn að hafa í huga að  síðuhaldari er frekar lítill  tölvumaður svo samræmið í myndunum er kannske ekki sem skildi
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere