14.09.2011 20:37

Tröllafoss 2

Þann 29 janúar 1948 flugu 21 maður og þann 31 jan 8 menn til New York og svo þaðan til  San Francisco til að sækja nýkeypt flutningaskip "Coastal Courser." Sem eftir afhendingu til Eimskipafélagsins fékk nafnið Tröllafoss

Skip sömu gerðar og Tröllafoss




Meðal annara voru í hópnum Bjarni Jónsson tivonandi skipstjóri Eymundur Magnússon fyrsti stm. Stefán Dagfinnsson annar stm  Eiríkur Ólafsson.þriðji stm Jón Aðalsteinn Sveinsson fyrsti vélstjóri Ágúst Jónsson annar vélstj. Einar Sigurjónsson þriðji vélstj. Sigurður Hallgrímsson fjórði vélstj. og Einar Benediktson loftskeytamaður. Þessi fyrsta skipshöfn samanstóð af 29 mönnum aðallega  starfsmönnum Eimskipafélagsins sem náðist í  í fljótu bragði.

Mynd sem birtist í Alþýðublaðinu fyrsta apríl 1948 og sýnir Tröllafoss sigla inn í Höfnina í Havana á Kúbu




En þegar skipið var virkilerga komið í drift var áhöfnin 33-35 menn  Skipið var afhent 2 febrúar 1952 í San Francisco. Það lestaði þar en sigldi svo þaðan með farminn til Guyaman í Mexico. Þar lestaði skipið hrísgrjónafarn sem það sigldi með gegn um Panamaskurð til  Havana á Cúbu. 

Þetta kort birtist í Alþýðublaðinu fyrsta apríl 1948 En þá lá skipið og losaði í Havana og sykurfarmurinn til Baltimore ekki komin til



Þar dvaldi skipið í hálfan mánuð við losun og svo lestun á sykri  Þann farm fór skipið með til Baltimore. Eftir losun þar var haldið til New York þar sem lestuð var general cargo til Íslands. Til Reykjavíkur var svo komið 8 maí 1948. Eftir ellefu daga siglingu frá New York kom skipið til Reykjavíkur. Hafði þá siglt 8750 sml frá San Francisco verið 50 daga á sjó og 30 daga í höfnum



Síðan tóku við áætlunarsiglingar til New York um árabil. Störf á Tröllafossi voru eftirsótt og þangað réðust úrvalsmenn á öllum sviðum. Skipshöfnin vann til ýmissa verðlasuna varð t.d þriðja í alþjóðlegi róðarkeppni þar 1953 sem stórar siglingaþjóðir eins og t.d Bretar Ítalir Grikkir töldu sig ekki eiga möguleika á sigri og tóku því ekki þátt. 

Róðrasveitin fræga ásamt þáverandi skipstjóra Agli Þorgilssyni



Norðmenn sigruðu, bandríkjamenn nr tvö. Í umsögn u þessa keppni segir m.a.:"Þetta er ekki í eina skiptið sem íslensku skipin og íslenskir sjómenn gera garðinn frægan í höfninni í New York . Tröllafoss vekur jafnan eftirtekt þeirra sem erindi eiga í höfninni þar sem hann liggur venjulega. 

Tröllafoss menn í heimsókn hjá SÞ 1952




Sérstaklega er rómað hve skipinu er vel við haldið í alla staði. Það er almennt mál þeirra sem til þekkja að Tröllafoss sé með hreinni og best við höldnu skipum sem koma til New York að staðaldri""

Þeir unnu  Reykjafoss í knattspyrnukeppni um Sjóklæðagerðar bikarinn  1952






Það kemur meir af Tröllafossmönnum
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere