18.09.2011 19:41

Meira Tröllafoss

Það "gustaði" um vélstjóranna á Tröllafossi í júni 1948.það mætti segja "kaldir"  vindar því "kalda stríðið" var í uppsiglingu. Svona leit forsíða Alþýðunlaðsins þ 11 júlí út



Og Moggin tók undir sama dag

Þið getið stækkað myndina ef einhver hefur áhuga á að lesa um þetta





Ef maður hugsar út í hve þetta fg stríð hafði t.d. á siglingar íslenskra farmanna getur maður ekki annað en brosað að barnaskapnum. Að íslenskir farmenn stunduðu njósnir fyrir eitthvert stórveldi. Uppúr 1950 fór "mccartyisminn" að vaxa fiskur um hrygg  Og komúnistahræðslan að heltaka bandaríkjamenn Þeir sáu á í hverju horni.  Nokkrir vinstrisinnaðir farmenn fengu ekki að sigla til USA. Einn þeirra var Eymundur Magnússon. 



En Eymundur tók við Tröllafossi af Bjarna Jónssyni 1952 . Eymundur mun hafa sagt við Mc Carthy erindrekana sem yfirheyrðu hann: "  Ég hef siglt tvær heimstyrjaldir til Bandaríkjanna og var mér tjáð að ég væri að sigla til þess ríkis.þar sem lýðræði sé í hásæti og Bandaríkin  séu og eigi að vera öðrum þjóðum þar fremri. Með þessu tel ég mig vera búinn að svara spurningum ykkar" En öðlingurinn Eymundur var að láta í minni pokann. 


Róðasveit Tröllafoss á Sjómannadaginn 1955





Hann var færður til í starfi að undirlægi bandaríkjamanna og látinn taka Reykjafoss um tíma uns hann tók nýtt og glæsilegt skip Fjallfoss 1954. En það var árið sem þessar ofsóknirMcCarthy tóku enda allavega að miklu leiti  



 Eymundur Magnússon skipstjóri


Um Eymund segir m.a, í minningargrein:" Eymundur Magnússon var mjög farsæll skipstjórnarmaður, vandaði öll sín verk og gætti þess vel er honum var falið. Og hann gerði það á þann hátt að öllum líkaði vel við. Því var við brugðið að hvort heldur það voru stýrimenn ,hásetar eða aðrir úr áhöfnym skips,vildu allir með honum vera"

En þetta urðu eftirmæli um MC Carthy:" Senator McCarthy died yesterday in Washington. America was the cleaner by his fall, and is cleaner by his death."

Tröllafoss í Vestmannaeyjum



Svo er hér að lokum mynd úr "Tímanum" á Sjómannadaginn 1961.En hún sýnir þv stýrimann á Tröllafossi í faðmi fölskyldunnar. Ég læt lesendum eftir að finna út hvað litli drengrinn sem situr á milli foreldra sinna heitir.


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere