30.09.2011 16:57

Í vandræðum

Þessi tvö skip lentu í vandræðum í gær Það fyrra Ranafjord var í Kattegat á leið frá Kaliningrad til Ålborg. Það vaknaði grunur hjá Søværnets Operative Kommando um að ekki væri allt með feldu um borð í skipinu þegar það hafði siglt sömu stefnu í sex klukkutíma og stefndi á grunn við Hals. Engin vegur var að ná talstöðvarsambandi við skipið.


Þá var send F 16 orustuvél á vetfang. Flaug hún lágt  yfir skipinu nokkrum sinnum þar til áhöfnin tók við sér Þega lögreglan komst svo un síðir um borð fundu þeir vel drukkinn stýrimann. Og síðar skipstjórann í enn verra ástandi. Hann reyndi að skella skuldinni á sinn drukna stýrimann en af dagbókinni mátti sjá að stýrimaðurinn hafði skilað sinni vakt af sér til hans. Skipstjórinn var tekinn fastur og í land en hafnsögumaður færði skipið á akkerislægi við Hals Barre. Og þar beðið eftir að stm sofi úr sér vímuna.En þá heldur skipið áfram för til Ålborg


© Henk Guddee

Ranafjord var byggt hjá Sietas Neuenfelde Þýskalandi 1975 sem UME fyrir þarlenda aðila Það mældist: 885.0 ts 2130.0 dwt.  Loa: 75.80.m brd: 12.00 m Skipið gekk svo undir þessum nöfnum næstu árin : 1985 HILROS - 1993 RANAFJORD - 2007 VARANGER - 2009 VARANGERFJORD - 2010 RANAFJORD. Nafn sem það ber í dag og það veifar fána St. Kitts and Nevis en eigandi er  Finn Olsen Rederi i Bodø,

© Henk Guddee

Síðan er það rússneska skipið Baltiyskiy - 108  sem strandaði við Rödby við Felmarnsundið á Lálandi Danmörk. Ekki lá ljóst fyrir hvort Bakkus var þarna á ferðinni. En skipið var að koma frá Renburg þýskalandi  á leið til Riga Lettlandi með vélahluti. Skipið var byggt hjá Bauwerft í  Laivateollissus, Turku Finnlandi 1979 Það mældist: 1,927.0 ts  2,649.0 dwt. Loa: 95.0 m brd: 13,0 m

© Derek Sands

© Capt.Jan Melchers
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4772
Gestir í dag: 143
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194865
Samtals gestir: 8287
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:43:51
clockhere