01.10.2011 13:36

Gamli Brúsi

Hér eru nokkrar myndir af einum sem mikið var notaður til að koma þessari þjóð á lappirnar. Brúarfoss var fyrsta sérsmíðað frystiskip íslendinga. Það má segja að með tilkomu þess hafi verið straumhvörf í útflutningi landsins. Úr söltuðum afurðum yfir í miklu verðmætari þ.e.a.s frystar. Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við þetta skip sem og mennina sem sigldu á því.Brúarfoss  slapp óskemmdur í gegn um hildarleikinn í WW2. Áhöfnin bjargaði 78 sjómennum úr tveim skipsköðum. Áhugaleysi þessarar þjóðar fyrir farmennsku er með endemum. Eyþjóð norður í höfum skuli ekki vera með eitt einasta haffært kaupskip undir sínum fána það er fv og nv ráðamönnum þjóðarinnar hvers flokks þeir hafa verið til háborinnar skammar




© valur linberg


© humberman


© ókunnur
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 1041
Gestir í dag: 99
Flettingar í gær: 1002
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 414684
Samtals gestir: 23012
Tölur uppfærðar: 1.9.2025 20:36:30
clockhere