24.10.2011 12:04

Skjaldbreið

Hér eru svo tvær myndir frá Guðlaugi Gísla, Skipið er Skjaldbreið. En fyrri myndin er af skipshöfninni á góðri stundu. Guðlaugur á miklar þakkir skyldar fyrir lánið á myndunum

 
© Guðlaugur Gíslason


Fremri röð frá vinstri: Indriði Guðjónsson 3. vélstjóri, Ágúst Nathanaelsson 2. vélstjóri, Guðmundur Erlendsson 1. vélstjóri, Svavar Steindórsson skipstjóri, Högni Jónsson 1. stýrimaður, Guðmundur Dagfinnsson 2. stýrimaður, Páll Pálsson bryti.

Aftari röð frá vinstri: Erling Axelsson smyrjari, Guðlaugur Gíslason háseti, Þorgils Bjarnason háseti, Bjarni Jóhannesson kokkur, Ársæll Þorsteinsson kokkur, Gunnar Eyjólfsson messi/háseti, Sigurður Thorarensen bátsmaður, Jónas Guðmundsson háseti, Magnús Guðmundsson háseti, Pétur Pétursson háseti.

Á myndina vantar Tryggva Bjarnason, háseta.

Myndin var tekin haustið 1954 þegar áhöfnin kom saman, og gerði sér glaðan dag, í samkomusal á þriðju hæð í Héðinshúsinu við Mýrargötu í Reykjavík.



Og hér er skipið í óvanalegum ( og þó) flutningum


Úr safni Guðlaugs Gísla

Skjaldbreið var byggð hjá George Brown & Co SY  Greenock Skotlandi 1948 fyrir Skipaútgerð Ríkisins Skipið mældist 370.0 ts 350.0 dwt.  Loa: 45.30 m brd: 7.60 m. Skipið var selt Sea Service Sg Co Ltd London 1966 og fær nafnið  Viking Blazer.  Þeir selja skipið 1969 Cia de Nav Pavan á Famagusta Kýpur og það fær nafnið Marianthi.  Sia de Nav Sifnes Panama kaupir skipið 1970 og skíra Alexandros V.  1980 fær skipið nafnið Frosini. Það var svo rifið í Grikklandi (Perama) 1984


© Sigurgeir B Halldórsson




© Sigurgeir B Halldórsson



 Hér sem Viking Blazer



© ókunnur

Þetta  skip skrifaði sögu sína feitu letri í siglingasögu Íslands þó lítið væri


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4541
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194634
Samtals gestir: 8270
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 18:21:23
clockhere