28.10.2011 19:03

Nýi Þór

Hið glæsilega og langþráða skip Þór kom til landsins. Og bara svona til að minna á nokkur atriði þar sem svona skip vantaði



Þann 5. mars 1997 strandaði flutningaskipið Víkartindur við suðurströnd landsins. Skipið strandaði á Háfsfjöru skammt austan Þjórsár í Rangárvallasýslu, um 6 km frá Þykkvabæ. Skipið var í eigu þýskra aðila, Atalanta Schiffartsgeschellschaft frá Hamborg en var í leigu Eimskips og hafði verið það frá árinu 1996. Skipið var flutningaskip og innihélt 250 gáma í lest og á þilfari. Þessir gámar innihéldu um 2700 tonn af ýmis konar vörum sem voru metnir á um 500 - 700 milljónir kr.


10 mars 2004 Fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson strandaði á Skarðsfjöru suður af Kirkjubæjarklaustri í gær. Skipið er tryggt hjá Tryggingamiðstöðinni hf. Björgunaraðgerðir standa yfir og mun árangur þeirra koma í ljós á næstu dögum. Ekki er ljóst á þessari stundu hve mikið tjón er um að ræða eða hvort það hafi veruleg áhrif á afkomu félagsins á þessu ári.

í Jan 2005 FLUTNINGA-skipið Dettifoss bilaði fyrir utan Austurland fyrir viku. Stýrið skemmdist þannig að ekki var hægt að stjórna skipinu. Tvö varðskip, Týr og Ægir, komu til að hjálpa Dettifossi. Það gekk ekki vel því veðrið var mjög vont. Varðskipin ætluðu að draga Dettifoss en hann er svo stór að vírinn slitnaði þrisvar sinnum. Loksins þegar veðrið batnaði tókst að draga Dettifoss til Eskifjarðar.Nú er verið að draga Dettifoss alla leið til Hollands. Þar á að laga stýrið.

Það vita allir að umferð stórra skipa með hætulega farma er alltaf að þyngast í fring um landið. þessvegna eiga allir íslendingar með eitthvað milli eyrnana að fagna komu þessa skips. Ég veit vel að sá föfnuður er líka efablandin vegna fjársveltis þeirra stofnunar sem rekur hann. Ég ætla að birta nokkrar myndir ftrá erlendum félögum mínum sem sýna að þrátt fyrir alla nútíma tækni geta óhöppin skeð.


© Sushkov Oleg





© Sushkov Oleg





© Sushkov Oleg




©  Chris Howell



© Sushkov Oleg
Lokað fyrir álit
clockhere