06.11.2011 13:23

Isis og Havfrakt

Það er alltaf nóg að gera við höfnina hér í Eyjum. í fyrradag var færeyiska flutningaskipið Havfrakt hér að lesta mjöl og í dag er hér öldungur sem heitir Isis, Skip sem lengi er búinn að þvælast á norðurhöfum. Ég man eftir honum oft í "kartöfluflutningum" til arabaríkjanna og einnig hefur hann sést hér við land öðru hvoru. Ekki man ég hvort hann hefur fengið sögu sína hér en ég læt hana flakka hér. Skipið var smíðað  hjá  Construcciones í Vigo á Spáni sem El Sexto fyrir þarlenda aðila Týpan kölluð :"Cargo ship (roro) "Ekki minnst á reefer, Það mældist: 1039.0 ts 1928.0 dwt  Loa: 74.70. m  brd: 14.40.m 1086 fær skipið nafnið Sexto Reefer, 1986 Horus 1987 Osiris I 1992  Isis nafn sem það ber í dag undir fána Cook islands. En eigendur eru skráðir í Eistlandi








Havfragt var smíðað hjá Bijlholt í Foxhol Hollandi 1979 sem Tromp fyrir þarlendra aðila. Það mældist: 993.0 ts  1519.0 dwt.  Loa: 65.80 m  brd: 10.80 m 1984 fær skipið nafnið Arklow Glen 1994 Fortuna og 2006 Havfrakt nafn sem það ber í dag undir færeyiskim fána







Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4187
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194280
Samtals gestir: 8255
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:36:19
clockhere