26.11.2011 16:33

Bold Venture

Þegar WW 2 var í algeymingi var vettvangurinn í kring um Ísland oft blóðugur. Saklausir sjómenn voru myrtir  með köldu  blóði. En við verðum að muna það, að þeir sem þetta gerðu voru að "þjóna" sínu föðurlandi svo annkalega sem það nú hljómar


Þetta stendur á forsíðu Vísis fimmtudaginn 23 nóv 1941:  " Það hafa veriö fluttir hingað 17 sjómenn, sem björguðust af ameríska skipinu "Bold Venture". Það var kanadísk korvetta, sem kom með þá hingað og þeir segja svo frá, að 19 skipverjar hafi beðið bana, þegar tundurskeyti skellti skutnum af skipinu.Þetta skeði um miðnætti aðfaranótt föstudagsins, en fjöldi kafbáta gerði árásir á skipalestina fjórar nætur í röð. Bold Venture var á fyrstu ferð sinni til Englands með almennan vörufarm.

Hér er skipið sem  Sirre Leone


     © Handels- og Søfartsmuseets.dk

. Skipið sigldi undir Panama-fánanum og enginn Bandaríkjaþegn var um borð. Tundurskeytið hæfði á afturlestina og skipið sökk á 10 mínútum, en á þeim tíma tókst skipverjum að setja tvo báta á sjó. Flestir þeirra 19, sem fórust, biðu bana, er þeir voru að drekka kaffi eða te i vistarverum skipverja aftur á skipinu, rétt eftir að þeir komu af verði.Eg hafði tal af Donald Mac Leod, frá Boston. Hann sagði: "Eg var undir þiljum, þegar eg varð þess var, að skipið hafði verið hæft. Eg hraðaði mér upp á þiljur, setti á mig björgunarbelti," sparkaði skónum af fótum mér og stökk útbyrðis. Eg varð að synda 50 metra áður en eg komst í björgunarbát".

     © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Hér sem Alssund

      © Uboat.net


Annar af þeim, sem björguðust, ætlaði að styðja sig við kaðal, en hann reyndist vera laus og stakkst maðurinn útbyrðis ofan i björgunarbát. Mennirnir voru i bátunum i tvær klukkstundir áður en korvettan tók þá um borð. Mac Leod kvaðst hafa verið vottur að snilldarlegri bráðabirgðaraðgerð á sári, er hann var um borð i korvettunni. Það var norskur Iæknisfræðinemi, sem hafði bjargazt af öðru skipi, fimm mínútum áður, er framkvæmdi hana.


  Bátur sömu gerðar og U 432

© Uboat.net


Sprengingin hafði rifið höfuðleðrið á einum mannanna, svo að það stóð beint upp í loftið, eins og Rauðskinni hefði reynt að húðfletta hann. Læknaneminn festi höfuðleðrið á sinn stað með önglum og setti síðan í það 31 klemmu. "Við sáum marga menn á floti á sjónum, sem var alþakinn oliu, er blindaði þá," hélt McLeod áfram sögu sinni. "Yfirþjónninn okkar og skipsdrengurinn stukku útbyrðis og við heyrðum drenginn hrópa á hjálp innan um brakið úr skipinu, en báturinn var svo fullu af vatni, að við gátum ekki komið drengnum til hjálpar. Hræðsla greip engan og rafmagnsljós skipsins loguðu, þegar það sökk."


       © Uboat.net

Kapitänleutnant Heinz-Otto Schultze

Þegar einn skipverjanna kom um borð i korvettuna, sagði hann: "Hafið þið bíl? Það er svo mikil olía innan i mér og utan á mér, að hún mundi nægja á bil í langan tíma." Loftskeytamaðurinn á Bold Venture reyndi að senda neyðarmerki, en senditækin voru eyðilögð., Sjómennirnir hrósa mjög viðtökunum á korvettunni,sem veitti þeim nægan mat og fatnað, enda þótt hvorttveggja væri aðeins til af skornum skammti. Mér er sagt, að nóttina sem Bold Venture var sökkt, hafi heyrzt i 13 kafbátum i hóp" Hér lýkur frásögn Vísis fyrir 70 árum.


      © Uboat.net



En kafbáturinn sem skaut skipið niður var U 432 sem var stjórnað af  Kapitänleutnant Heinz-Otto Schultze. Hann fórst svo ásamt 62 öðrum úr áhöfn bátsins  með skipi sínu 25 nóv 1943. þegar US Liberator  sökkti því undan strönd Congo

Bold Venture var byggt 1920 sem Sirre Leone hjá Jan Smit í Alblasserdam, Hollandi fyrir þarlenda aðila.( M.Nissen ) Það mældist: 2891.0 ts 3259.0 dwt  Loa: 101.20.m brd: 101.20 m .1929 er skipið svo selt T.C.Christensen Danmörk og fær nafnið: Alssund. !941 yfirtekur U.S.Govt  skipið, skírir það Bold Venture og setur það undir Panamaflagg


     © Handels- og Søfartsmuseets.dk 

Þetta var síðasti skipsskaðin er varðaði Ísland árið 1941 sem með fullri vissu er rakinn til styrjaldarinnar, En 2 desember varð sá hörmulegi atburður að togarinn Sviði fórst með allri áhöfn 25 mönnum. Ekki voru menn sammála um orsökina og urðu málaferli til þess að aðstandendum voru dæmdar fullar strísskaðabætur



Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4049
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194142
Samtals gestir: 8245
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:14:10
clockhere